Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 63
um var þá létt og tókst að mjaka skipinu inn fyrir ísinn og ljúka
við að losa vörurnar. Var nú orðin greið leið til Borðeyrar,
Hólmavíkur, Reykjarfjarðar og Norðurfjarðar. Alls staðar var
skipinu fagnað eins og björgunarskipi af mönnum í nauð.
Húnvetningar og Strandamenn sýndu Júlíusi skipstjóra þakk-
læti sitt með margvíslegum hætti, ortu til hans ljóð og færðu
honum silfurbikar, smíðaðan af þjóðhagasmiðnum Einari Skúla-
syni á Tannstaðabakka í Hrútafirði, sem mun hafa verið 82 ára
þegar hann smíðaði gripinn. Jakob Thorarensen, skáld, orti
kvæði um haflsinn og Goðafoss í tilefni af fyrstu komu hans til
Reykjavíkur:
Hólpin er gnoðin bædi í ísi og eldi,
ef hún í vobann giftu í skutnum ber.
Siglirðu, Goðafoss, í vorsins veldi,
verður ei boðum sigurgjarnt á þér.
Þjóðdáðin snjalla, Islendingaorkan,
áfram upp hallan! Skin á tindum er.
Afram, svo mjallhvít, helköld hafísstorkan
hopi að kalla og gljúpni jyrir pér.
Þessi viðbrögð sýna, hvern hug menn báru til þessa skips, sem
átti vissulega eftir að valda mönnum hryggð og miklu umtali, og
jafnframt hverjum augum litið var á siglingaafrek Júlíusar; að
fara inn á Húnaflóahafnir, sem ekkert skip hafði komist til um
tíu mánaða skeið. Saga Goðafoss varð, því miður, ekki löng,
þrátt fýrir góðar óskir. Skipið var á leið frá Isafirði til Norður-
fjarðar er það strandaði við Straumnes í hríðarveðri og nátt-
myrkri 30. nóvember 1916 og eyðilagðist. Mannbjörg varð.
Fljótlega kom í ljós að skip Eimskips voru mjög óhagkvæm í
rekstri hvað strandsiglingarnar varðaði. Lét stjórn Eimskips
landsstjórnina vita af þessu strax haustið 1916. Þegar við bættist
að Eimskip hafði misst Goðafoss, treysti það sér ekki til að halda
strandferðunum áfram. Var þá ákveðið 1917 að landssjóður
keypti þrjú farþega- og flutningaskip: Sterling 1040 brl. sem
hafði rúm fýrir 40 farþega til strandferða og Willemoes, 775 brl.,
61