Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 68
Á stríðsárunum, sérstaklega, og árunum þar á eftir, hafði Rík-
isskip á leigu fjöldi skipa og báta, annarra en þeirra sem að
framan eru talin. Þeirra stærstur var Hrímfaxi sem var í förum
meðan Súðin var forfölluð vegna loftárásarinnar sem hún varð
fyrir á Skjálfandaflóa 16. júní 1943. Þessir flutningabátar komu
að meira eða minna leyti til Norðurfjarðar. Til viðbótar við
Hrímfaxa má nefna vitaskipið Hermóð, línuveiðarann Sverri,
sem kom oft, Lindina, Ebbu og Thurid, sem kom 23. okt. 1945.
I það skiptið fékk Kaupfélagið greiddar kr. 83,91 í afgreiðslu-
þóknun og fyrir lestarvinnu, sem var óvenjulegt, voru greiddar
kr. 368,24. Þegar undirbúningur að byggingu samkomuhússins
nýja í Árnesi stóð fyrir dyrum kom mótorskipið Ingólfur frá
Keflavík með byggingavörur í húsið, ásamt öðrurn vörum. Fór
skipið og lagðist út af Árnesstöpunum og var byggingarefnið
flutt þaðan í land í Ái nesi. Einnig hlupu varðskipin oft í skarð-
ið þegar þörf gerðist, enda hæg heimatökin því útgerðarstjórn
þeirra var á sömu hendi og strandferðaskipanna allt til 1952.
Því fer víðs fjarri að ekki hafi önnur skip en nefnd hafa verið
flutt vörur til og frá Norðurfirði og Strandahafna. Eftir að Skipa-
deild SIS var stofnuð árið 1946 sigldu skip hennar með vörur
beint frá útlöndum og á ströndina. Komu þau og skip fleiri út-
gerða, oft með stóra og smáa farma. Með þeim kom verulegt
magn af vörum til Norðurfjarðar, aðallega byggingavörur, fóður-
vörur og áburður.
Að lokum
Ósjaldan heyrðust þær raddir að erindi strandferðaskipanna
til hinna ýmsu hafna væri á stundum minna en réttlætanlegt
væri frá sjónarmiði þjóðarbúsins vegna mikils kostnaðar. Þjón-
usta sú sem skipin veittu verður þó seint að fullu metin. Með
engu móti er t.d. hægt að meta til fjár það öryggi sem afskekkt-
ustu byggðunum var í komum skipanna og þá hvatningu, sem
strandferðirnar veittu til viðhalds byggðar í landinu. Ekki held-
ur verður það hagræði metið, að með tilkomu strandferðanna
var hægt að flytja vörur milli staða allt árið. Auk þessa breyttu
66