Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 75
ekki hefði orðið af þessu samstarfi væri mjög margt glatað af
þeim merku munum sem safnið varðveitir.
Með nýjum Þjóðminjalögum árið 2001 varð ljóst að endur-
skoða þurfti stofnskrá og söfnunarstefnu safnsins og skilgreina
betur starfsumhverfi safnsins og þau verkefni sem safnið vinnur
að á hverjum tíma. Eins er í kjölfar lagabreytinganna verið að
vinna að stefnumótun á vegum Þjóðminjasafns Islands um starf-
semi safna í landinu. Þar eru m.a. settar fram auknar kröfur um
faglegt starf safnanna og að húsnæði sé í samræmi við kröfur
um öryggi og varðveislu. Með nýjum Þjóðminjalögum og stofn-
skrá er ekki verið að breyta hlutverki og verkefnum, heldur er
verið að auka kröfur um faglegt starf og fara fram á að söfnin
sinni sínum lögbundu verkefnum af meiri metnaði en verið hef-
ur. Samfara auknum kröfum er þess einnig að vænta að ríkis-
valdið styðji betur við safnastarf í landinu með auknu fjárfram-
lagi. I samræmi við þessar breytingar var síðastliðið sumar farið
í að endurskoða stofnskrá fyrir Byggðasafnið. Stofnskrá er sam-
þykkt af eigendum og inniheldur skilgreiningu á hlutverki safns-
ins, markmiðum og þeim reglum sem safnið starfar eftir. Eins og
fram kemur í stofnskránni er meginhlutverk safnsins eftirfar-
andi: „Hlutverk safnsins er ad safna, skrásetja, vardveita, forverja og
rannsaka muni og minjar sem hafa menningar- og sögulegt gildi fyrir
vidkomandi héruð og íbúa þeirra. Safnið rannsakar og miðlar vitneskju
um sögu og menningu héraðanna og setur upþ fjölbreyttar sjningar,
bæði stórar og smáar, auk þess að vinna að uppsetningu sérsýninga út
í héruðunum. “
Opnunartími safnsins var samkvæmt venju frá 1. júní til 31.
ágúst. Gestaíjöldi var svipaður og árið 2001 eða á þriðja þúsund,
en aðsókn hefur verið stigvaxandi árin á undan. Meginástæða
þess að gestakomur aukast ekki á árinu er líklega veðráttan á
svæðinu framan af sumri. Kuldi og þoka gerðu það að verkum
að lítið var um að ferðamenn stöldruðu við á svæðinu og það var
aðeins ágústmánuður sem skilaði aukningu samanborið við
sumarið 2001.
Grunnskólabörn á svæðinu heimsækja safnið í maímánuði og
hefur það aukist árlega að skólarnir nýta safnið sem hluta af
námi nemenda. Heimsóknir barnanna eru alltaf ánægjulegar og
73