Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 82
Eyjólfur Valgeirsson frá Krossnesi:
Ættingjaband Hrafnistu
ÆttingjabancL Hrafnistu í Reykjavík, samanstendnr af hópi adstend-
enda og vina dvalargesta. Það var stofnað ló.mars 1998. Markmið
þess er að stuðla lífsgœðum og vellíðan heimilisfólksins. Allir sem eiga
œttingja eða vini á Hrafnistu verða sjálfkrafa meðlimir Ættingjabands-
ins. Meðlimir þessa félagsskapar greiða engin félagsgjöld. Ættingja-
bandið hefur rækt áhugaverða og ötula starfsemi í þá veru að gera
lieimilisfólkinu lífið léttbærara, meðal annars með árlegum sumarferð-
um til ýmissa staða nœr og fjær, í nágrenni. höfuðborgarinnar. Auk þess
stendur það, fyrir ýmsum uppákomum hér á staðnum; ættingjaboðum,
skemmti- og fræðslukvöldum, aðventuhátíð og vöfflukaffi sem er hald-
ið í tengslum við hinn árlega jólabasar. Það er þeirra fjáröflun til þessa
starfs. Hefur þetta orðið að hefð og tekist mjög vel.
Núverandi formaður þessa félags er Strandakonan, Bjarnveig Hósk-
uldsdóttir frá Drangsnesi. Hún er dóttir hjónana Höskuldar Bjarna-
sonar og Ónnu Halldórsdóttir frá Bæ á Selströnd og eru þau dvalar-
gestir hérna. Bjarnveig, hefur verið í stjórn þessa félagsskapar frá stofn-
un og gengt formannsstarfinu af sérstakri alúð ogprýði í tæp tvö ár.
Bjarnveig fór þess á leit við mig að ég semdi Ijóð tengtu félagsstarf-
inu sem sungið yrði á skemmtunum Ættingjabandsins og er afrakstur
þeirrar iðju á þessa leið.
Ættingjabandið
Mitt í fárvirði framandi strauma,
sem að flæða að íslenskri þjóð,
er það fróun að finna enn krauma
fornar dyggðir sem tendra þá glóð.
Er í sérhvers manns brjósti mun blunda
að binda og treysta sitt ættingjaband,
og leiða hugan til liðinna stunda
þegar lífskjörin skópu oss grand.
80