Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 95
falið honum að gera tillögur um verksmiðju. Svo er að sjá, að
hreppsnefndin eða hreppsfundur hafi skipað sérstaka nefnd
„Verksmiðjunefndina“ í sambandi við viðræður við síldarspek-
úlanta 1936. Þorkell Hjaltason, sem fylgdist vel með hreppsmál-
um á þessum árum, hefur sagt mér svo frá, að tvær nefndir hafi
verið kosnar til að vinna að verksmiðjumálinu. Fyrri nefndinni
hefði ekki þótt takast sem skyldi og önnur því kosin seinna.
Tillaga Bjarna í Héðni var að byggð yrði lítil verksmiðja til að
tryggja söltunina og hafa hana vestan bryggjunnar, ofan vegar í
„01íuhvamminum“ svonefnda við Rósulækinn. Seinna hölluðust
menn að því að hafa verksmiðjuna á Litlu-Hellu, kemur það
m.a. fram í fundargerð Verksmiðjunefndarinnar 13/3 1938.
Bjarni segir í bréfinu, að þeir hafi gert fyrirkomulagsteikn-
ingu af þró og verksmiðju og fylgi hún bréfinu. Mannvirkjunum
er ítarlega lýst, svo sem stærð og afkastagetu og boðist er til að
byggja þetta allt fyrir kr. 96.500, sé samið innan mánaðar og
ljúka verkinu í júní 1937. A bréf Héðins hefur Jónatan nóterað
með blýanti: Fundurinn á Hólmavík lialdinn 20. des. 1936.
A þetta tilboð var ekki litið sem neitt grín. Hitt er annað, að
um fund þennan hef ég engan stafkrók fundið. Annað mun
hafa komið til. I millitíðinni kemur Guðmundur Jónsson, verk-
fræðingur, til skjalanna. Hann hefur verið fenginn til ráðu-
neytis og sendir Jónatani bréf dagsett 19/11. 1936, sem er kostn-
aðaráætlun yfir síldarverksmiðju ásamt húsum, fýrir 200 mála af-
köst á sólarhring. Aætlunin er mjög nákvæm, í 26 liðum, þar á
meðal:
Verð véla Kr. 98.000
Viðbótarbúnaður til fullvinnslu hráefnis Kr. 34.600
Hús 10x40 m og brunnur Kr. 21.970
Næst verður það í þessum ráðagerðum, að 2. janúar 1937
berst tilboð frá Landssmiðjunni í 2500 mála síldarþró, verk-
smiðjuhús úr járni með steinsteypu-undirstöðum, mjölgeymslu-
hús fýrir 100 tonn mjöls, eimketil og vinnsluvélar ýmis konar.
Takk fýiir! Eitt stykki síldarbræðsluverksmiðja er á boðstólum
fýrir kr. 149.000. Tilboðið er í 10 liðum. Guðmundur Jónsson,
93