Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 96
verkfræðingur hefur haft málið með höndum um tíma og afsak-
ar að hafa ekki sent áætlanir fyrr.
Nú verður hlé, óupplýst hvers vegna. Engin gögn hef ég
fundið því til skýringar. Það skal þó tekið skýrt fram, að þó að
ég hafi hraðflett nokkrum fundabókum frá þessum tímum,
löngu fýrir tíma ljósritunartækja, er það engin heimildakönnun
að gagni.
Næsta merkis um aðgerðir verður ekki vart fýrr en 5/12 1937,
að Hólmvíkingar (almennur borgarafundur) senda Hermanni
Jónassyni eitt sinna ófáu skeyta og skora á hann að beita sér fýrir
því að ríkið byggi verksmiðju til síldarbræðslu og fiskvinnslu á
Hólmavík á næsta vori. Það er nú ljóst, að áhuginn hefur ekki
slokknað, heldur hefur fjárhagshliðin trúlega valdið efasemdum
í bili. Ekki stendur á Hermanni frekar en fyrri daginn. Hann
svarar um hæl, 2/1 '38, með öðru skeyti upp á 2 síður!
Af skeytinu sést, að þýskt tilboð hefur komið fram, frá Albert
C. Petersen í Hamborg. Umboðsmaður hans hér á landi var
Friðþjófur Jóhannesson frá Patreksfirði. Hermann leggur til að
taka því tilboði og stofna félag á Hólmavík, leggja fram fé og
sýna vilja sinn. Þá muni hann útvega fé sem til vantar, þegar
hann komi úr ferðalagi til útlanda. Plögg um þetta þýska tilboð
eru varðveitt bæði á þýsku og í íslenskfi þýðingu. Nú fara öll hjól
að snúast með ævintýralegum hraða.
Þann 8. jan. 1938 er fundur haldinn í Síldarverksmiðjunefnd
Hrófbergshrepps skv. boði formanns, Hjálmars Halldórssonar. Miklar
líkur eru á, að félagsstofnunin, sem Hermann ráðlagði hafi ver-
ið til meðferðar á þessum fundi, lengi hefur stofnunin a.m k.
ekki dregist, því að þann 8/3. '38 er kominn reikningur fyrir
gerð stimpils með nafni félagsins Hf Steingrímur ásamt 1 st. blek-
púða og búið að borga brúsann. (Sjá ljósrit af reikningnum).
Og nú rekur hver fundurinn annan, 14. jan. skrifar verk-
smiðjunefndin hreppsnefndinni og fleiri aðilum erindi um
hlutafjárframlög. Nokkrum dögum seinna barst 400 kr. loforð
frá Málfundafélaginu Vöku. Verkalýðsfélagið lofar 1.000 kr. 31.1.
Tveir söfnunarlistar hlutafjár eru varðveittir dagsettir 8/1-13/1
og viðbótarlisti 13. mars 1938, báðir með eiginhandarundir-
skriftum fjölda fólks úr öllum hreppnum. Viðbrögðum hrepps-
94