Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 98
Þá kom fram frá Friðjóni Sigurðssyni svohljóðandi tillaga:
Almennur hreppsfundur haldinn í skólanum á Hólmavík til þess db
taka ákvörðun um hlutafjárframlag hreppsins til hinnar fyrirhuguðu
síldarverksmvbju, er því samþykkur, að hreppurinn leggi fram sem
hlutafé, það sem fram kemur við endanlega hlutafjársöfnun að nauð-
synlega vanti til þess að verksmiðjan komist upp, enda sé allt annað
tryggt fyrirtœkið varðandi, svo sem hráefni og rekstrarfé til reksturshyrj-
unar. Upphœð sú, sem hreppurinn í þessu tilfelli leggi fram sem hluta-
fé, má vera allt að kr. 5000,- og er hreppsnefndinni heimilað að taka
lán til þessa.
Umræður um málið urðu allmiklar. Þá las fundarstjóri upp
hinar framkomnu tillögur í réttri röð. Þá kom enn fram frá Guð-
jóni Jónssyni svohljóðandi tillaga.
Fundurinn ákveður að taka enga ákvörðun í málinu að svo komnu,
par til nánari rannsókn um möguleika til framgangs málsins hefur far-
ið fram.
Þá voru tillögurnar bornar upp til atkvœða (stytt).
Tillaga hreppsnefndarinnar felld með 38 atkv. gegn 33.
Tillaga Kristins Benediktss. felld með 38 atkv. gegn 31.
Tillaga Friðjóns Sigurðss. samp. með 48 atkv. gegn 5.
(Tillögu Friðjóns hafði þá verið breytt með innskotum frá Trausta
Sveinssyni með samþykki Friðjóns).
Fleira var pá ekki Jyrir tekið, fundargerðin lesin upp. Fundi slitið.
Friðjón Sigurðsson Páll Gíslason, oddviti.
Á þessum fundi er ákveðið að senda Hjálmar Halldórsson
suður að greiða fyrir málinu. Hann fer 18/1. Haldinn var al-
mennur hreppsfundur 20/1, en svo verður hlé heima um sinn
og gerðust Hólmvíkingar óþolinmóðir að frétta lítið af gangi
mála. Ljóst er þó, af ýmsum plöggum sem til eru, að Hjálmar
hefur ekki setið auðum höndum í Reykjavík. Frá fyrsta 1/2 mán-
uðinum eða svo finnast ekki skilríki, en líklega hefur sá tími far-
ið í þreifingar, bæði varðandi tilboð í vélar og tæki og viðræður
96