Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 99
við útgerðarmenn um hráefni og hlutafé í fyrirtækinu. En plögg
dagsett í lok janúar og byrjun febrúar koma fram hvert á fætur
öðru:
Þann 27. janúar hefur Hjálmar skrifað Grími s.f. í Borgarnesi,
sem gerði út v/s Eldborg, eitt af mestu og aflahæstu skipum síld-
arflotans, og spurst fyrir um það, hvort hægt væri að fá skipið til
að leggja upp síld á Hólmavík og að félagið gerðist hluthafi.
Hjálmari barst svarbréf 4/2. Grímur s.f. setur 7 skilyrði, flest fjár-
hagslegs eðlis, en að þeim uppfylltum telur félagið sig geta sótt
vélar og efni til Þýskalands og þannig geta lagt fram hlutafé allt
að 10.000 krónum (Þorkell Teitsson undirritar). Meðal skilyrða
Gríms s.f voru: 5. Að hljóðhorn sé sett á Grímsey við Steingríms-
fjörð og 7. Að Borgnesingar séu látnir ganga fyrir vinnu, ef Hróf-
bergshreppsbúar anni ekki eftirspurn!
Símskeyti berst frá Gísla Vilhjálmssyni 3/2 1938: Lofa ykkur
bræðslusíldarafla eins togara eða línuveiðara til væntanlegrar
bræðsluverksmiðju á Hólmavík. Ekki er augljóst hvað Gísli er að
bjóða hér. Hann fékkst aldrei við útgerð sjálfur, en var milli-
göngumaður eða umboðsmaður utanlands og innan, kallaður
meglari, og hafði sambönd víða.
29/1 '38. Karl G. Magnússon, einn í verksmiðjunefndinni,
sendir Hjálmari, Laugavegi 18, Reykjavík,1 skeyti til að hressa
upp á og laða að væntanlega útgerðarmenn, þess efnis að hlut-
hafaskip verði gjaldfrí til hafnarinnar á Hólmavík, og að
bryggjugjöld séu hugsuð sem innifalin í árlegu afgjaldi frá verk-
smiðjufyrirtækinu, jafnvel líka fyrir önnur skip eftir samningi.
Annað skeyti 13/2.: Hreppsnefnd afsalar sér síldarverksmiðju-
byggingarleyfi sínu til H/F Steingrímur. Páll Gíslason (Oddviti).
Skeyti til Hjálmars 24/2. '38 Laugavegi 18, Reykjavík:
Umbób hluthafafundarfelur Hjálmari Halldórssyni og Kristni Bene-
diktssyni umbod til félagsstofnunar, sem þar eru staddir til að gera end-
anlegar ákvarbanir í málinu (Karl G. Magnússon- Friðjón Sigurðsson
-Jónatan Benediktsson).
3 Heimili Þorkels Sigurðssonar og Ragnheiðar Guðjónsdóttur.
97