Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 103
Nýir menn
Heimsstyrjöldin skellur á um þessar mundir. Fiskurinn hækk-
ar sjöfalt á einu hausti (1940). Menn hafa í nógu að snúast á
Hólmavík næstu misserin við að verða ríkir. Síldarsárindin
dofna. Þó sofnar verksmiðjuþráin ekki að fullu, öllu heldur
vaknar eftir 5 ára blund, rumskar væri líklega réttara orð, því að
aðeins eina bókun er að finna um þetta efni hjá hreppsnefnd-
inni 17/1 1943. Stríðsgróði er þá farinn að gera vart við sig og
landsfeðurnir farnir að hafa nokkuð til að spila úr. Um þetta
leyti er það, að Hólmvíkingum fer að lærast að leita á náðir rík-
isins um eitt og annað sér til hagsbóta. A þessum fundi leggur
Kristján Jónsson fram svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var í
einu hljóði:
Almennur fundur haldinn á Hólmavík 17. janúar 1943 skorar á
þingmann kjördæmisins ad beita sér fyrir því, að byggd verði af ríkinu
síldarverksmiðja á Hólmavik hið fyrsta, er það sér sér fært að hejja slík-
ar framkvæmdir.
Svo mörg voru þau orð, en ekki fylgdu fleiri á eftir né nokkr-
ar framkvæmdir. Þetta sumar hafði verið mikil síldveiði á
Húnaflóa og víðar umhveríls land. Verksmiðja hafði verið byggð
á Ingólfsfirði árið áður. Næsta sumar 1944 var Húnaflói svartur
af síld. Skip lágu oft dögum saman í höfnum og biðu löndunar.
Bræðslugeta var svo lítil að stundum varð að grípa til veiðibanns.
Það var því engin furða þó að Hólmvíkingum væri órótt, en
meðal þeirra voru engir stórlaxar og þeir áttu engin síldveiði-
skip og gátu ekki gert sér neinar síldarvonir einir saman. Eigi að
síður taka þeir annan kipp og álykta á almennum borgarafundi
4. febrúar 1945, að fundurinn skorar á ríkisstjórnina að hlutast til
um að ríkið byggi á Hólmavík síldarverksmiðju er brœði 2500 mál á
sólarhring og sé byggingu verksmiðjunnar lokið fyrir árslok 1946.
Hvergi er nein viðbrögð að flnna við þessari ályktun. En þá
berast óvænt svör úr annarri átt, eða réttara sagt öðrum áttunr,
annað að vestan, hitt úr suðri. Allt fram til 1945 hafði ekki í al-
vöru verið bent á neinn heppilegan stað fyrir síldarverksmiðju.
Við höfnina eða í allranæsta nágrenni þorpsins var ekki land-
rými. I Skeljavík þótti of grunnt fyrir höfn.
101