Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 108
menn þurftu aldrei að bjarga sér úr neinum ógöngum og ekki
var ætlun þeirra að græða peninga á náunganum. Dæmi má
taka af Kollfirðingum og Bitrungum: Þeir hafa a.m.k tvisvar í
manna minnum sameinast í einn hrepp og jafnoft slitið sam-
skiptum. Hins vegar er ekki öllum ljóst, hvers konar vanda þeir
voru að leysa með þessum ráðstöfunum, a.m.k. ekki mér. Ekki
voru það verslunarmálin. Kaupfélagið í Bitrunni skuldaði aldrei
neitt hjá Sambandinu og átti aldrei eyri hjá bændum, eitt kaup-
félaga og er ekki enn komið á hausinn, þó að kannski hafi það
hafa tapað lokainnstæðu sinni hjá Sambandinu sjálfu, þegar það
fór yfir um. Ekki var það rekstur sláturhússins, þess allra minnsta
á landinu, það hefur alltaf borið sig, hvort sem Bitrungar voru
einir um það eða í félagi við Kollfirðinga. Sláturleyfisklúbbar á
landsvísu stagast á því, að þessar litlu einingar geti ekki þrifist og
beri að leggja þær niður. Svona nokkuð hrín ekki á Bitrungum.
Segja mætti mér, að erfiðleikar í ferðalögum hreppsnefndar-
manna yfir Bitruhálsinn í vetrahörkunum í lok 19. aldar, hafi
ekki átt minnstan þáttinn í skiptingu Bitruhrepps þá í Ospaks-
eyrar- og Fellshrepp.
Að sameina sveitarfélög fór fyrir nokkru að þykja vænlegt og
var að lokum fyrirskipað með lögum, ef hreppar gerðust of smá-
ir. I Hrófbergshreppi hafa að undanförnu orðið skiptingar, bæði
út á við og inn á við. Dæmi um það finnast bæði fyrir og eftir
tíma allra lagaþvingana. Um það efni verður rabbað hér á eftir.
II. Upprifjun
Fyrir tíma Hólmavíkurkauptúns hét land, allt frá Hrófá að
Selá, Hrófbergshreppur, öðru nafni Staðarsveit. I sveitinni var
þá hreint bændasamfélag Allt lék þar í lyndi. Brátt fóru tímarn-
ir að breytast þarna. Þykkildi nokkurt tók upp á því að myndast
úti í Hólmarifi. Æxli þetta fór sístækkandi líkt og meinvörp gera
og hlaut nafnið Hólmavík. Jafnræði var með þorpinu og sveit-
inni í kring fram undir heimsstyrjöldina síðari og var sambúðin
hnökralítil og reyndar vandræðalaus, þó að upp kæmu skyndi-
lega óskir um að sveitarfélaginu yrði skipt í tvo hreppa, í stórum
106