Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 109
dráttum þannig, að þorpið yrði í öðrum en sveitabæirnir í hin-
um. Hvað hafði nú hlaupið í menn? Hverju þurfti að breyta?
Fyrsta ágreiningsefnið, sem ég hef rekist á milli aðila, reis við
stofnun Verkalýðsfélags Hólmavíkur 1934, hvort það ætti aðeins
að vera fyrir Hólmvíkinga, eða allan hreppinn. Ekki reis það svo
hátt, að til vinslita leiddi. Málamiðlun fannst sem dugði.
III. Skipting
Hreppsnefndarfundur var haldinn á Hólmavík 3. apríl 1941.
Þar lagði oddviti fram bréf frá mörgum mönnum búsettum utan
Hólmavíkur, þar sem þeir fara fram á, að Hrófbergshreppi verði
skipt í tvö hreppsfélög, þannig að kaupstaðurinn, Hólmavík,
ásamt jörðunum Kálfanesi og Skeljavík myndi annan hreppinn,
en aðrir bæir hinn. Ut af erindi þessu ályktar hreppsnefndin að
boða til almenns fundar á Hólmavík sem íyrst. Þessi bókun er sú
fyrsta um skiptinguna.
Almennur framhaldsfundur var haldinn 29. apríl 1941 um
málið. Ur fundargerðinni: Oddvitinn, Magnús Gunnlaugsson,
Osi, setti fundinn og gat þess að í vetur hafi allmargir íbúar
dreifbýlisins í hreppnum sent hreppsnefnd bréf um að þeir ósk-
uðu eftir að dreifbýlið yrði hreppur út af fyrir sig. Jónatan Bene-
diktsson las upp hér að lútandi lög og gat þess að hreppsnefnd-
in óskaði eftir að heyra undirtektir og álit hreppsbúa almennt
um þetta mál. Svofelld tillaga kom fram:
„Fundurinn samþykkir, ad Hrófbergslireppi verði skipt í 2 sjálfstœð
hreppsfélög. “
Tillagan var borin upp og samþykkt með 38:7 atkvæðum. Það
kemur ótvírætt fram í báðum þessum fundargerðum, að frum-
kvæðið að skiptingunni kemur úr dreifbýlinu. Heyrt hef ég það
orðað svo, að Staðdœlingar hafi stungið upp á skiptingunni ogHólm-
víkingar gleypt við hugmyndinni. Er það mála sannast að aðilar
voru innilega sammála um að skipta, ósamlyndið snerist um
landamœrin og ekkert annað. Málið flaug áfram. Þann 8. maí
1941, er það fullreifað orðið og lagt fyrir hreppsnefndarfund.
Fundargerðin er einskonar samantekt um málið frá byrjun og
107