Strandapósturinn - 01.06.2003, Qupperneq 110
fundurinn haldinn til að búa það undir að leggjast íyrir sýslu-
nefnd til afgreiðslu. Fundargerðin er vel og skipulega rituð og
auk þess fróðleg. Hún sýnir ýmsar áherslur og væntingar manna
í héraði. Birtist hún því hér á eftir í heild:
Arið 1941 fimmtudaginn 8. maí var haldinn fundur í Hrepps-
nefnd Hrófbergshrepps í skólahúsinu á Hólmavík samkvœmt fundar-
bohi oddvita. Mœttir voru á fundinum allir aðalhreppsnefndarmenn
hreppsins. Þá var fyrir tekið:
1. Lögð fram fundarsampykkt frá borgarafundi, haldinn á Hólma-
vík 29. apríl p.á. par sem fundurinn óskar einróma eftir, að Hrófbergs-
hreppi verði skipt í tvö sjálfstœð hreppsfélög, þannig að Hólmavík og
sveitin utan Ósár verði sérstakur hreppur. Skorar fundurinn á hrepps-
nefndina að taka málið til gaumgæfilegrar athugunar og leggja það svo
undirbúið, sem lög mæla fyrir, undir sýslufund þessa árs, með það fyr-
ir augum að skiptingin geti farið fram um næstu áramót. Hreppsnefnd-
in gat ekki orðið sammála um það atriði, hvar takmörk hreppanna ættu
að vera. I meirihlutanum voru’ Jón Finnsson, Páll Gíslason ogjónat-
an Benediktsson og Þorbergur Á. Jónsson og var álit hans svohljóðandi:
Vegna áskorana 120 atkvæðisbœrra og búsettra manna í Hólmavík-
urkauptúni og beiðni margra manna í hreppnum búsettum utan kaup-
túnsins, fer meirihluti hreppsnefndar hér með fram á það við hina
heiðruðu sjslunefnd Strandasýslu, að hún veiti meðmæli sín með því
að Hrófbergshreppi verði skipt í tvö sjálfstœð hreppsfélög og verði skipt-
ing þessi þannig, að bæirnir innan Ósár verði sérhreppur, er nefnist
Hrófbergshreppur, en að bœirnir utan Ósár, þ.e. Kálfanes, Skeljavík,
Vatnshorn, Víðidalsá og Hrófá ásamt Hólmavíkurkauptúni verði gert
að öðru hreppsfélagi, er nefnist Hólmavikurhreppur. Ástæða meirihluta
fyrrnefndra fjögurra hreppsnefndarmanna fyrir því, að þeir telja að
skipta beri hreppnum á þessum takmörkum, er meðal annars þessi:
Landfræðilega séð eru þetta hrein og glögg skipti. Óhyggilegt og háska-
legt er að skipta kauptúnum úr, án þess að sjá þeim fyrir nægilegu land-
rými til afnota í framtíðinni. Þó þessar jarðir leggist ekki undir kaup-
túnið nú þegar eða á nœstu árum, þá eru þó öll þau miklu viðskipti,
er þœr hafa við það, aðgengilegri og hagfelldari, ef um einn og sama
hrepp er að ræða. Einnig er það mikilvægt atriði, að hreppurinn eigifor-
1 Allir Hólmvíkingar nema Páll á Víðidalsá.
108