Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 112
bandi má benda á, ad verdi allur sá hluti sveitarinnar sem liggur Jyrir
utan Osá látinn Jýlgja Hólmavíkurkauptúni, eru efnubustu og bestu
bjli sveitarinnar slitin frá henni og gjaldgeta sveitarinnar þar með rýrd
meir en þörf er á og sæmilegt mætti telja, auk þess sem hagsmunir og
áhugamál ytri hluta sveitarinnar eru þau sömu og þess innra, en ólík-
ir hagsmunum kauþtúnsins.
Treystir minni hluti hreppsnefndar Hrójbergslirepps hinni heiðrubu
sýslunefnd Strandasýslu til að líta með sanngirni á þetta mál og
minnka sveitina ekki meir en nauðsyn krefur.
Þau urðu endalok þessa máls, að meirihlutinn hafði sitt fram.
Það sem úrslitum réði var, að Hrófár- og Víðidalsármenn og lík-
lega bændur Þiðriksvalla og Vatnshorns léðu ekki máls á að
fylgja innhreppnum. Hrófbergshreppi var skipt miðað við ára-
mótin Í94Í-42. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps var kosin 25.
janúar 1942 og fyrsti fundur hennar haldinn daginn eftir 26.
janúar. Hreppsnefndin var þannig skipuð:
Björn Björnsson, verslunarmaður, oddviti; Þorbergur A. Jóns-
son, kaupfélagsstjóri, varaoddviti; Páll Gíslason, bóndi á Víði-
dalsá; Ormur Samúelsson, verslunarmaður og Gunnar Guð-
mundsson, útgerðarmaður. Ormur varð skömmu síðar fyrsti
hreppstjóri Hólmavíkurhrepps.
Nýju hreppsnefndirnar héldu nokkra sameiginlega fundi eft-
ir skiptinguna til að ganga frá ýmsum lausum endum.
Sunnudaginn 22. febrúar 1942 var haldinn sameiginlegur
fundur hreppsnefnda Hrófbergshrepps og Hólmavíkurhrepps.
Var fundarefnið að skipta eignum milli nýju hreppanna eftir
áður samþykktri skiptavísitölu 16,2% fyrir Hrófbergshrepp og
83,8% fyrir Hólmavíkurhrepp. 12. apríl 1942 var enn haldinn
fundur út af eignaskiptingunni.
Næstum ári seinna, 20. mars 1943, var svo haldinn sameigin-
legur fundur til að ganga endanlega frá skiptingu sjóða hins
eldra Hrófbergshrepps.
Nú í byrjun 21. aldar má sums staðar sjá því haldið fram
(Heimasíða Hólmavíkurhrepps á Netinu og víðar) að skipting
hreppsins hafi farið fram 1943. Þessar fundargerðir og kannski
einkum sú síðasttalda kunna að hafa valdið þeim misskilningi.
110