Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 113
IV. Ástœðan?
Við lestur fundargerða verður maður vel fróður um, hvernig
skiptingu Hrófbergshrepps vatt fram, jafnvel í smáatriðum. Hitt
vekur athygli, að hvergi nokkurs staðar er orði vikið að raun-
verulegum ástæðum fyrir skiptingunni í þessum sömu fundar-
gerðum. Sjálfur var ég 16 ára og man vel eftir þessari upp-
ákomu. Eg fylgdist með af áhuga, og minnist ekki að nokkur
raunveruleg rök fyrir aðskilnaði kæmu fram í umræðum um
málið, aðeins þras um framkvæmdina.
Magnús á Osi talar í minnihlutaáliti sínu, almennt um ólík
lífsskilyrði og áhugamál sveitamanna og íbúa kauptúna. Meiri-
hlutinn nefnir engin rök fyrir skiptingu. Hvergi er minnst á
hafnarmannvirki eða útgerðarmöguleika. Grasnytjar og mótekja
er verulegur hluti af röksemdum beggja. Hvergi er getið beint
um upphafsmenn að hugmyndinni eða bent á beina nauðsyn
skiptingar, engin nöfn nefnd. Til hvers þurfti þá að skipta
hreppnum og hver var frumkvöðull?
Eg spurði Jónatan út í þetta seinna (1977) Hann var þá fyrir
löngu fluttur til Reykjavíkur:
Það var nú meiri andskotans endaleysan allt saman, sagði Jónatan
og hló hressilega. Eg var á móti málinu, þegar það var til meðferðar í
sýslunefndinni2. Ég gerði grín að þessu þar og kom af skömmum mín-
um með tillögu um, að allir hreþþar sjslunnar frá Bitru norður í Ar-
neshrepþ sameinuðust í öllum meiriháttar málum, svo sem um eitt
verslunarsvæði, skóla o.s.frv., vissi þó að enginn greiddi slíku atkvæði
nema ég. Eg þekkti þessa menn aðeins í sjón og vel má vera að einhverj-
ir þeirra hafi verið á móti skiptingunni líka, enginn þeirra lét það í Ijós
við mig. Það jylgdu líka einhverjir kostir skiptingunni fyrir Hólmvík-
inga. Þar var þá firekar hægt að hafa hlutina eins og maður vildi, án
þess að spyrja sveitirnar ráða. En það var svo sem enginn ágreining-
ur um skiptinguna. Frumkvæðið kom innan að. Ibúarnir þar óttuðust
atvinnuleysi á Hólmavík og að allur lýðurinn lenti á hreppnum. Best
væri að losa þetta fátækrahverfi frá móðurskútunni sem fyrst. Hrepps-
nefndarmennirnir vildu þetta allir nema ég.
2 Jónatan var sjálfur í sýslunefndinni.
íii