Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 124
Lagfœringar í Sœvangi
Um vorið var síðan skrifað undir samning um leigu á félags-
heimilinu Sævangi við eigendur hússins, þar sem Sauðfjársetrið
leigir húsið undir sýningahald yfir sumartímann næstu 5 árin.
Stuttu síðar var hafist handa við lægfæringar og endurbætur
innandyra í Sævangi, en það var orðið tímabært að gefa innvið-
um hússins ærlega andlitslyftingu. Veggir í sal, kaffistofu, eld-
húsi, holi og anddyri voru lagfærðir og málaðir, milli kaffistofu
og salar var settur upp veggur og sjoppa frammi í anddyri var rif-
in. Einnig voru allir gluggar málaðir, ný ljós sett upp í kaffistofu
og hafist handa við að búa til starfsmannaaðstöðu í kjallara. Fyrr
um vorið var ný eldhúsinnrétting sett upp í Sævangi. Fjöldi
manns vann við lægfæringar.
Fyrir utan vinnuna við lagfæringar á Sævangi var mikil vinna
fólgin í því að koma sjálfri sýningunni upp. Stórir flekar voru
smíðaðir og málaðir og þeir settir á gólf í aðalsalnum, og einnig
keypti Sauðfjársetrið húsmuni sem settu hlýlegan svip á kaffistof-
una og sýninguna.
Sauðfé í sögu þjóðar
Sýningin Sauðfé í sögu þjóðar var síðan opnuð formlega í
Sævangi þann 23. júní eftir ótrúlega stuttan undirbúningstíma.
Um leið var opnuð kaffistofa og handverksbúð. Sýningin var
opin frá kl. 10:00-18:00 alla virka daga til 1. sept. Fyrirtækið
Sögusmiðjan á Kirkjubóli sá um hönnun sýningarinnar og upp-
setningu ásamt starfsmönnum Sauðfjársetursins.
Sýningunni var skipt niður í ákveðin viðfangsefni. Sem dæmi
um umfjöllunarefni má t.d. nefna ullarvinnslu og rúning, slátur-
tíð, sauðburð, fengitíma, kindina og upprnna hennar, sauðfjár-
ræktarfélög, fjármörk, girðingarvinnu og vorverkin, göngur og
réttir, þjóðtrú og heyskap.
Lagt var upp með það að sýningin yrði eins skemmtileg og
lifandi og kostur væri á. Meðal þess sem vakti hvað mesta lukku
á sýningunni var sýnishorn af fjárhúsi sem fólki var boðið að
122