Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 126
heimamanna. Búðin bar sig ágætlega og stefnt er að því að efla
enn frekar samstarf við handverksfólk í héraðinu næstu árin. Ef
einhver hefur áhuga á því að koma munum í sölu í búðinni get-
ur hann haft samband í síma 451-3180 (Sögusmiðjan).
Sumarleikur Sauðf]ársetursins var í gangi yfir sumarið. í hon-
um tóku menn þátt með því að svara þremur laufléttum spurn-
ingum og setja þátttökublaðið í mjólkurbrúsa sem var verndari
leiksins. Nöfn nokkurra heppinna þátttakenda voru síðan dreg-
in úr brúsanum á bændahátíðinni um haustið og hlutu hinir
heppnu, sem voru hvaðanæva að af landinu, ýmsa góða vinn-
inga.
Aðsókn að sýningunni fýrsta starfssumarið var nokkuð góð,
en um 3.000 manns lögðu leið sína í Sævang sumarið 2002.
Opnunarhátíðin
Þegar sýningin var opnuð með pompi og pragt 23. júní voru
veðurguðirnir í góðu skapi og tæplega 300 manns komu og
kíktu á sýninguna. Við opnunarathöfnina las Matthías Lýðsson
formaður félagsins ljóð, Jón Jónsson framkvæmdastjóri hélt
stutta ræðu og tveir ungir verðandi sauðfjárbændur klipptu á
ullarband með ullarklippum og opnuðu þar með sýninguna.
Boðið var upp á lifandi leiðsögn um sýninguna og gömlu vélarn-
ar, harmonikkuspil ómaði um húsið, farið var í gönguferð um
Orrustutanga og barnahornið var mikið notað bæði af börnum
og fullorðnum.
Á opnunarhátíðinni fór einnig fram samkeppni um nöfn á
heimalninga Sauðfjársetursins. Eftir mikla umhugsun sérvalinna
heimalningafræðinga var tillaga Oldu Sigurðardóttur frá Kald-
rananesi valin, en hún lagði til nöfnin: Surtur, Hákur, Tútta,
Frekja, Snuðra og Tuðra.
124