Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 128
Smalabúsreið
í ágústbyrjun, um verslunarmannahelgina, var kaffihlaðborð
sem var sérstaklega vandað í tilefni af svokallaðri Smalabúsreið
sem var frídagur vinnuhjúa til forna (a.m.k. á suðausturhorni
landsins). Þá var haldinn stuttur fyrirlestur um tilefnið og farið
í gönguferð um nálægar víkur og voga þar sem teistuungarnir
voru skoðaðir í rigningunni.
Dráttarvéladagur og töðugjöld
Sunnudaginn 18. ágúst var haldinn dráttarvéladagur og töðu-
gjöld í miklu blíðviðri. Ohætt er að segja að þennan dag hafi vél-
ar, bæði gangfærar og lasnar, verið í aðalhlutverki. Boðið var
upp á skemmtiferðir um íþróttavöllinn í dráttarvélavagni og lif-
andi leiðsögn var um útisýningarsvæðið. A vellinum fóru einnig
fram ýmsir óvenjulegir leikir milli barna og fullorðinna, eins og
t.d. hjólböruhlaup, belgjahopp o.fl.
Um miðjan dag var síðan gangfæru dráttarvélunum ekið í
halarófu að sandgryfju við afleggjarann að Gestsstöðum og
Klúku, en þar fór fram héraðsmót í dráttarvélaökuleikni. Þátt-
takendur voru um 10 og keppnin varð æsispennandi. Lengst af
leit út fyrir að Björn Pálsson á Grund myndi fara með sigur af
hólmi, en lokakeppandinn, Guðbrandur Björnsson á Smáhömr-
um, náði að tryggja sér sigur með glæsilegum akstri. Fékk hann
frímiða á bændahátíðina sem haldin var um haustið í verðlaun.
Bœndahátíð
Bændahátíðin var haldin snemma hausts, laugardagskvöldið
7. september. Þá mættu um 120 manns í Sævang, sem var held-
ur lakari aðsókn en árið 2000, þegar undirbúningsnefndin end-
urvakti hátíðina.
Eftir að menn og konur höfðu snætt holusteikt lambakjöt og
ort vísur af mikilli kappsemi hófust skemmtiatriði sem voru í
126