Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 136
þessara veikinda var ég fermd ári seinna en vera átti. Það gerði
séra Bjarni Pálsson í Steinnesi árið 1911. Veturinn eftir var ég
svo við „námið“ á Blönduósi sem áður er sagt frá. Löngu seinna,
líklega 191819, var ég vetrarpart í unglingaskóla á Hvamms-
tanga e.t.v. heilan vetur, man það óljóst. Minnisstæðast er mér
frá þessum vetri, að Jóhann Hjaltason frá Vatnshorni í Staðar-
sveit í Steingrímsfirði, síðar þjóðkunnur maður fyrir rit- og
fræðistörf, var meðal nemendanna. Var litið mikið upp til hans
þennan vetur vegna námshæfileika hans og dugnaðar. Skóla-
stjóri var Asgeir Magnússon úr Húnavatnssýslu, bróðir hans var
Magnús „stormur“.
Lengri var nú námsferillinn ekki á bókina og ekkert man ég
hvernig mér gekk og ekkert bréf hef ég upp á árangurinn, held
helst að ég hafí ekki fengið neitt námsskírteini. En mér fannst
alltaf að ég myndi geta lært eitthvað í íslensku og hún lægi vel
fyrir mér. Aðeins í eitt skipti minnist ég að hafa fengið hrós fyr-
ir frammistöðu við námið. Við vorum látin gera ritgerð um það,
hvaða dóm við legðum á að foreldrar gæfu börn sín. Eg var ákaf-
lega mótfallin slíku og lýsti þeirri skoðun sem best ég kunni. Og
undir ritgerðina skrifaði skólastjórinn „ágætt“. Nokkru síðar á
æfinni stóð ég frammi fyrir því að þurfa að ákveða með hvaða
skilmálum ég léti mitt eigið barn af hendi. Má vera að þessi rit-
gerð hafi búið mig undir þá ákvörðun, og er ekki frá því að
vegna ritgerðarinnar hafi ég verið fljótari til svars.
Fermingarvorið mitt réðst ég vinnukona að Guðlaugsstöðum
í Blöndudal til Páls Hannessonar. Meðal starfa minna þar var að
passa Halldór son Páls á fyrsta ári. Einhverju sinni kom Halldór,
þá orðinn búnaðarmálastjóri, að Smáhömrum. Hitti hann þar
Þórdísi systur mína og barst ég eitthvað í tal. Þá sagði Halldór
henni draum sem hann hafði dreymt þrevetran. Þótti honum
stór hundur sækja að sér og láta ófriðlega og varð hann ákaflega
hræddur. Þá þykir honum ég (E.B.) koma og lyfta sér upp svo
að hundurinn náði ekki til hans.
Gott var að vera á Guðlaugsstöðum. Þar fékk ég greitt kaup,
35 krónur yfir árið. Þótti mikið að stelpan nýfermd fengi jafn-
hátt kaup og hinar stúlkurnar. Einu sinni fékk ég að fara í kaup-
staðinn með fleira fólki, til Blönduóss. Eg mátti taka út í reikn-
134