Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 136

Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 136
þessara veikinda var ég fermd ári seinna en vera átti. Það gerði séra Bjarni Pálsson í Steinnesi árið 1911. Veturinn eftir var ég svo við „námið“ á Blönduósi sem áður er sagt frá. Löngu seinna, líklega 191819, var ég vetrarpart í unglingaskóla á Hvamms- tanga e.t.v. heilan vetur, man það óljóst. Minnisstæðast er mér frá þessum vetri, að Jóhann Hjaltason frá Vatnshorni í Staðar- sveit í Steingrímsfirði, síðar þjóðkunnur maður fyrir rit- og fræðistörf, var meðal nemendanna. Var litið mikið upp til hans þennan vetur vegna námshæfileika hans og dugnaðar. Skóla- stjóri var Asgeir Magnússon úr Húnavatnssýslu, bróðir hans var Magnús „stormur“. Lengri var nú námsferillinn ekki á bókina og ekkert man ég hvernig mér gekk og ekkert bréf hef ég upp á árangurinn, held helst að ég hafí ekki fengið neitt námsskírteini. En mér fannst alltaf að ég myndi geta lært eitthvað í íslensku og hún lægi vel fyrir mér. Aðeins í eitt skipti minnist ég að hafa fengið hrós fyr- ir frammistöðu við námið. Við vorum látin gera ritgerð um það, hvaða dóm við legðum á að foreldrar gæfu börn sín. Eg var ákaf- lega mótfallin slíku og lýsti þeirri skoðun sem best ég kunni. Og undir ritgerðina skrifaði skólastjórinn „ágætt“. Nokkru síðar á æfinni stóð ég frammi fyrir því að þurfa að ákveða með hvaða skilmálum ég léti mitt eigið barn af hendi. Má vera að þessi rit- gerð hafi búið mig undir þá ákvörðun, og er ekki frá því að vegna ritgerðarinnar hafi ég verið fljótari til svars. Fermingarvorið mitt réðst ég vinnukona að Guðlaugsstöðum í Blöndudal til Páls Hannessonar. Meðal starfa minna þar var að passa Halldór son Páls á fyrsta ári. Einhverju sinni kom Halldór, þá orðinn búnaðarmálastjóri, að Smáhömrum. Hitti hann þar Þórdísi systur mína og barst ég eitthvað í tal. Þá sagði Halldór henni draum sem hann hafði dreymt þrevetran. Þótti honum stór hundur sækja að sér og láta ófriðlega og varð hann ákaflega hræddur. Þá þykir honum ég (E.B.) koma og lyfta sér upp svo að hundurinn náði ekki til hans. Gott var að vera á Guðlaugsstöðum. Þar fékk ég greitt kaup, 35 krónur yfir árið. Þótti mikið að stelpan nýfermd fengi jafn- hátt kaup og hinar stúlkurnar. Einu sinni fékk ég að fara í kaup- staðinn með fleira fólki, til Blönduóss. Eg mátti taka út í reikn- 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.