Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 137
ing húsbóndans í kaupfélaginu það sem mig lysti, íyrir tiltekna
upphæð. M.a. keypti ég sjal og ýmiskonar smádót. Afgreiðslu-
maðurinn skrifaði úttektina sem brátt fyllti tvær nótur. Eg reyndi
að fylgjast með og lagði saman í huganum jafnóðum og hætti út-
tektinni, þegar ég hélt að ég væri farin að nálgast hina leyfilegu
upphæð. Svo fór búðarmaðurinn að reikna og þegar ég leit á
niðurstöðurnar á nótunum tveimur, sá ég ekki betur en ég væri
komin langt fram úr úttektarheimildinni. Mér varð svo mikið
um þetta að það steinleið yfir mig. Stúlkur sem með mér voru,
fóru að stumra yfir mér og tókst að vekja mig úr rotinu. Meðan
ég var að rakna við áttaði ég mig á því að niðurstaða fyrri nót-
unnar hafði verið flutt yfir á þá seinni, svo að neðst á henni kom
heildarúttektin fram,og ég hafði reiknað rétt. Og mikill var létt-
ir minn þá.
Mér tókst að láta á engu bera og engum manni sagði ég
nokkru sinni frá ástæðunni fyrir yfirliðinu. Hver hefði svo sem
trúað því að hægt væri að falla í yfirlið út af svona nokkru?
Eg var 3 ár á Guðlaugsstöðum, fór þaðan að Refsteinsstöðum
í Víðidal og var þar um tvö ár. Bóndinn þar hét Guðmundur,
ókvæntur, Helga hét ráðskona hans. Þaðan fór ég ásamt Þuríði
Rósmundsdóttur frá Urriðaá í Miðfirði til Reykjavíkur að „for-
framast“, læra fatasaum. Þetta mun hafa verið 19f 5-f 6. Eg lærði
hjá Guðmundi Sigurðssyni klæðskera á Laugaveginum, en Þur-
íður hjá Andersen klæðskera. Saumanámið tók einn vetur
(6 mánuði) og lauk með prófi. Prófvottorð fékk ég, en ekki veit
ég hvað varð um það. Við vorum látnar læra að taka mál, auk
þess að sauma. Eg kuðlaðist talsvert við að sauma lengi eftir
þetta. Best gekk mér að sauma buxur og líkuðu þær alltaf vel,
verr gekk með jakkana. Þó saumaði ég giftingarfötin á manninn
minn þau voru slarkfær, en ég var ekki ánægð með nema ein
jakkaföt sem ég saumaði, það voru fermingarfötin á fngólf
Björnsson á Kleppustöðum. Þau fóru skínandi vel. Eg gaf
saumaskapinn á þeim fötum. Saumalaunin hefðu svo sem kom-
ið sér vel fyrir mig en foreldrum fngólfs strásins áreiðanlega
margfalt betur, að þurfa ekki að greiða þau.
Jafnhliða saumaskapnum nam ég hannyrðir hjá Guðrúnu J.
Erlings, ekkju Þorsteins skálds Erlingssonar. Hún var besta kona
135