Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 138
og bráðskemmtileg. Hún tók stúlkur í tíma og kenndi þeim ým-
iskonar útsaum svo sem harðangurssaum, kúnstbróderí, o.fl.
o.fl. Þetta var mín fyrsta og eina nasasjón af hannyrðum, en nóg
til þess, að ég bróderaði dálítið mörg ár á eftir.
Kannske var það þennan vetur eða þann næsta, að ég kom
eitt sinn sem oftar til Borghildar systur minnar sem var gift Jak-
obi Thorarensen skáldi. Eg var að sauma hvíta kápu og kjusu á
nýlega fædda dóttur þeirra, Elinborgu. Eg þóttist svo sem kunna
dálítið fyrir mér í saumaskap eftir heils vetrar nám! Eg hnipraði
mig saman úti í stofuhorni við saumaskapinn í þetta sinn því að
Jakob ásamt skáldunum Guðmundi Hagalín og Guðmundi frá
Sandi sátu blaðrandi í stofunni. Bar þá að ljósmóðurina sem
hafði tekið á móti Elinborgu, hún var fasmikil myndarkona.
Rauk þá Jakob upp til handa og fóta og presenteraði hana fyrir
stórskáldunum, en mig hálfsystur konunnar sinnar, þótti honum
ekki taka að kynna. Auðvitað hefði ég átt að standa upp og
kynna mig sjálf, en maður var svoddan endemis eymdarrola á
þessum árum.
Næsta sumar var ég í fiskvinnu úti í Viðey. Þar bjuggum við
stelpurnar í bröggum. Oft fórum við í land, stundum voru ferð-
ir á milli, en eins oft fórum við sjálfar á smábátum þó að við
kynnum lítið til sjóferða. Þaðan fór ég þénandi að Vífilsstöðum.
Aður hafði ég sótt um starf að Kleppi sem var mjög eftirsótt þá,
en fékk ekki. A Vífilsstöðum var ég veturinn 1917-18. Sumarið
eftir fór ég norður á Hvammstanga til móður minnar og stjúpa
sem höfðu sest þar að. Eg slapp því við spönsku veikina sem var
á næstu grösum.
Næsta vetur var ég á Hóli í Hvammssveit hjá Þuríði Rós-
mundsdóttur, sem áður er getið og var nú gift þar. Fór þaðan að
Melstað í Miðfirði til séra Jóhanns Briem og var þar vinnukona
í 2 ár. Eftir þetta var ég viðloðandi á Hvammstanga næstu árin
og vann það sem til féll. T.d. gerði ég rúllupylsur fýrir Sigurð
Pálmason kaupmann, var vetrarstúlka hjá Olafi Gunnarssyni
lækni. Eg á enn tóbaksbox sem hann reykti úr, OLD ENGLISH
hét sú tegund tóbaks. I þessu boxi hef ég geymt tölur og dót í
60 ár.
136