Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 139
Sumarið 1923 fór ég í síld til Siglufjarðar. Þar kynntist ég
stúlku sem réð mig til fógetans í Hafnarfirði, Magnúsar Jónsson-
ar, bróður Jóns söðla í Tröllatungu. Meðal starfa minna þar sem
ég minnist sérstaklega var að frúin lét mig spretta upp frakka
fógetans og venda honum. Þá var nú ekki bruðlið eins og nú
tíðkast. Frakkinn líkaði vel hjá mér og bar ekki á að yfirvaldið
skammaðist sín fyiir að skrýðast honurn úthverfum. Eg var köll-
uð innistúlka í þessari vist. Auk þess sem ég gerði við fatnað, var
ég látin taka til í herbergjum og upparta við máltíðir.
Einn dag næsta vetur gekk ég inn í Reykjavík. Mig langaði til
að hitta Jónatan bróður rninn sem þar var staddur, en við höfð-
um ekki sést frá barnæsku.
Síðar um veturinn fékk ég bréf frá Jónatan sem þá var að taka
við starfi kaupfélagsstjóra á Hólmavík. Efni bréfsins var að hann
vildi fá mig fyrir ráðskonu og varð það að samkomulagi. Nokk-
ur tími var til stefnu svo að ég fór fyrst til Hvammstanga en síð-
an að Smáhömrum þar sem ég réðst kaupakona hjá Birni
hreppstjóra yfir sumrið en átti að byrja ráðskonustarfið hjá Jón-
atan um haustið. Svo stóð á hjá Jónatan, að hann var húsnæðis-
laus fyrripart ársins þó að hann hefði tekið við kaupfélagsstjóra-
starfinu. Fráfarandi kaupfélagsstjóri, Sigurjón Sigurðsson, var í
húsnæðinu (kaupfélagshúsinu) til hausts og fékk Jónatan fæði
og herbergi hjá honum á meðan.
Um það leyti sem ég var að fara frá Hvammstanga í kaupa-
mennskuna sagði móðir mín við mig að skilnaði, hún hefur lík-
lega vantreyst mér ofurlítið eins og mæðrum hættir til: „Það skil
ég ekki í að honum Birni á Smáhömrum þyki mikið til þín
koma“. Ég kveið þessu nú dálítið, sú lufsa sem ég var, en ekki
varð ég þess vör að blessaður karlinn sæi neitt athugavert við
mig-
A Smáhömrum kynntist ég mannsefninu mínu, Birni Hall-
dórssyni Hávarðarsonar frá Bolungarvík. Svo stóð á veru hans á
Smáhömrum að Halldóra móðir hans og Björn hreppstjóri voru
systkin og tók hann nafna sinn ungan í fóstur og raunar einnig
Ragnar bróður hans og ól þá báða upp en þau Halldóra og Hall-
dór áttu fjölda barna.
137