Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 141
Nokkrar fleiri vísur kvað Björn, en allar í svipuðum dúr. Björn
var hinn mesti æringi og allstríðinn og glettist oft við félaga sína,
stundum nokkuð grálega, en aldrei varð illt úr. Guðjón í Heið-
arbæ segist oft hafa orðið fyrir glettni Bjössa sem svo var jafnan
kallaður til aðgreiningar frá alnafna sínum, hreppstjóranum og
yfirleitt farið halloka. „Oft fauk í mig í svip en alltaf vorum við
jafngóðir vinir fyrir því“, sagði Guðjón þegar tiltæki Bjössa bar á
góma hálfri öld síðar.
Það var einn dag, að heimilisfólkið var að borða niðri í kjall-
ara. Bjössi gleypir í sig og stendur upp fyrstur. Um leið þrífur
hann handfylli af sagógrjónum úr boxi og fleygir yfir Guja í
Heiðarbæ, stekkur síðan upp í stigann og felur sig þar í skoti en
kolamyrkur var í stiganum. Guji þýtur upp á eftir Bjössa og þeg-
ar hann kemur upp á slána áttar hann sig á, að hann hefur far-
ið fram hjá honum í myrkrinu. Þá heyrir hann hljóðlátan um-
gang í stiganum og rekur krepptan hnefann af alefli út í myrkrið
í átt að hljóðinu og hittir óaðfinnanlega í mark. Og þá kveður
við kunnugleg rödd: „Hver gefur mér svona hroðalega á kjaft-
inn?“ Það var þá sjálfur hreppstjórinn sem hafði orðið fyrir
högginu og var nú heldur ófrýnilegur á svip. „Það var ekki laust
við að á þessari stundu færu um mig hálfgerð ónot“, sagði Guð-
jón löngu síðar.
Öðru sinni espaði Bjössi Jens Aðalsteinsson, sem var gestkom-
andi frá Heydalsá upp á móti sér. Elti Jens hann kringum Smá-
hamrabæinn með nýveiddan rauðmaga í hendinni. Von var á
meiriháttar næturgesti að Smáhömrum og stóð uppbúið rúm
handa honum í Norður-kamesinu, og blasti drifhvítt rekkjulínið
við fyrir innan gluggann. Þetta fór ekki fram hjá Bjössa og allt í
einu hægir hann á sér undir glugganum. Jens grípur tækifærið
og skotið ríður af, en Bjössi víkur sér undan og rauðmaginn fer
í gegnum gluggann og hreiðrar um sig í miðju gestarúminu.
Viðdvölin hjá Jens varð ekki öllu lengri. „Það verður að borga
Björni rúðuna“, heyrðist hann muldra um leið og hann skokk-
aði af stað inn að Heydalsá. Ætli þetta hafi ekki gerst 1912-14 og
söguhetjurnar verið 12-14 ára.
Þó að Björn stundaði einkum sjóinn, höfðum við nokkrar
skepnur, eina kú, afbragðsgrip sem Branda hét, fjörhestinn
139