Strandapósturinn - 01.06.2003, Qupperneq 145
en ég léði ekki máls á því. „Matthildur mín“, sagði ég við hana,
„ég skal ekki taka drenginn frá þér, þó að hagur minn rýmkist,
en ég get ekki gefið þér hann og ekki skal ég skipta mér af upp-
eldinu, því að ég veit að þess þarf ekki“. Fósturforeldrarnir réðu
nafni hans og létu heita eftir föður sínum.
Jón Brynjólfsson á Broddadalsá sem átti fjölda uppkominna
barna og var hátt á sextugsaldri kom að Smáhömrum og bauð
mér að taka eitt af börnunum að sér. Mér þótti vænt umjón alla
tíð síðan, því að hann var sá eini sem sneri sér til mín, móður-
innar, með þessi mál. „Ef þú ætlar að taka eitthvað af mínum
börnum“, á Björn að hafa sagt, „taktu þá hann Tryggva, ég vil
ekki að hann fari í kaupstað, hann er svo líkur mér“. Það varð
úr að Tryggvi fór að Broddadalsá. Þau hjón Guðbjörg og Jón
gerðu vel við hann, en vildu betur gera. Tryggvi sýndi snemma
tilhneigingu til hagleiks og vildu þau kosta hann til smíðanáms.
Af því varð ekki og mun hafa staðið á Tryggva. Eftir að hann óx
úr grasi fluttist hann til Hólmavíkur og var hjá mér fáein ár þar
til hann festi ráð sitt.
Oli var sá eini sem fylgdi mér frá Smáhömrum og naut þar
ellegar galt frumburðarréttarins. Þorvaldur í Þorpum flutti
einnig til Hólmavíkur með Sigfríði um líkt leyti. Iíafði ég þá
heimt hópinn að mestu, nokkru fyrr en áhorfðist. Þegar ég flutt-
ist svo til Akraness 1966, var ég komin í nábýli við yngsta soninn,
Björn og má þá segja að fullar heimtur væru orðnar.
Vorið 1932 fluttist ég frá Smáhömrum til Hólmavíkur. Með
sömu bátsferðinni fór fjölskylda Jónatans, en hann hafði tekið
við kaupfélaginu í byrjun ársins. Fyrstu 2-3 árin var ég hjájón-
atan í húsi Benedikts Finnssonar, síðan í nýja kaupfélagshúsinu,
þar til Jónatan lét af starfi kaupfélagsstjóra í árslok 1938. Þá fékk
ég inni hjá Birni Björnssyni. Þar var ég ein 4—5 ár, uns hann
þurfti á húsnæðinu að halda fyrir sitt fólk. Þá fékk ég leigt hjá
Ormi Samúelssyni í önnur 4-5 ár.
A þessum tímum, einkum framan af, var atvinna lítil fyrir
kvenfólk. Fyrstu 2 árin mín á Hólmavík hafði ég ekkert að gera
nema sauma flík og flík fyrir lítið sem ekki neitt, því að maður
þorði ekki að setja mikið upp af ótta við að þetta þætti dýrt, eða
að handbragðið líkaði ekki. Eftir að nýja kaupfélagshúsið var
143