Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 149
nema þegar dregnar voru úr mér tennur. Tvisvar sinnum hef ég
verið frá vinnu um æfina, 4-5 daga í hvort sinn. Mér var sagt að
taka við kaupi fyrir þessa daga og varð að gera það, þetta var víst
komið í samninga. En ég vildi ekki kaup fyrir að liggja í rúminu
og gaf aurana þeim sem ég hélt að þyrfti frekar á þeim að halda.
Eg hef alla tíð verið hraust og heilsugóð og ánægð með lífið,
þrátt fyrir eitt og annað mótdrægt. Feit og sælleg hef ég jafnan
verið og Iiðið vel þannig. Það er einhver munur á eða þessar
horrittur og hengilmænur sem varla hanga saman, ekkert nema
geðillskan af eintómum sulti. Fólk á að borða vel og vera bústið
og geðgott og taka vítamín, fyrir því hef ég óyggjandi reynslu.
Vorið 1944 fór ég til Reykjavíkur. Eg fór til Alfreðs Gíslasonar
læknis og fékk hjá honum 10 vítamínsprautur. Eg kenni það tví-
mælalaust taugaveikinni á Hnausum, að frá unglingsaldri var ég
hálfgerð læpa, sinnulítil og kraftlaus. Eftir sprauturnar frá Al-
freð gjörbreyttist ég, frískaðist öll og lifnaði við. Meira að segja
batnaði mér gigtin í handleggnum á einni viku. Upp frá þessu
lét ég engan vaða ofan í mig, og fór að láta að mér kveða, þar
sem þess þurfti með. Þegar ég lá mína einu sjúkrahúslegu 82
ára, notaði ég tækifærið og heimtaði 10 vítamínsprautur og fékk
þær!
Akranesi, 17. maí 1979
P.S.
E.B. lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 28. maí 1980 og var jarð-
sett á Kollafjarðarnesi 6. júní. Séra Andrés Olafsson jarðsöng.
Skrásetning 1979
Oli E. Björnsson
147