Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 153
V.-ísfirdingar í bœndaferd 1945 Fremri röð frá vinstri: Steingrímur
Steinþórsson búnaðarmálastjóri Reykjavík, fararstjóri, Margrét Jóns-
dóttir Flateyri, Ragnar Jakobsson Flateyri, maður Margrétar, Asta Þórð-
ardóttir Flateyri, Guðlaug Sveinsdóttir Hvilft, konaFinns, Guðmund-
ur Jónsson Flateyri, maður Ástu og Asgeir Guðmundsson Æðey. Aftari
röð frá vinstri: Kristinn Guðlaugsson Núpi, Jóhannes Davíðsson N.-
Hjarðardal, Björgmundur Guðmundsson Kirkjubóli Valþjófsdal, Finn-
ur Finnsson Hvilft, Halldór Kristjánsson Kirkjubóli Bjarnadal, Þórð-
ur Sigurðsson Breiðadal og Guðmundur Ingi Kristjánsson Kirkjubóli
Bjarnadal.
glæsilegar húsfreyjur sínar, sem sannarlega áttu skilið eitt sumar-
frí yfir alla búskaparævina, og líka voru í hópnum nokkrir eldri
bændur sem farnir voru að slá slöku við bústörfin og hresstu sig
nú upp eftir langt starf, og loks voru þarna ungir menn sem áttu
lífsstarfið framundan og vildu nú skyggnast um á sviði framfar-
anna til að sjá eitt og annað nýtilegt sem þeim gæti komið að
góðu haldi.
Daginn eftir, 15. júní, var lagt af stað kl. 8:45 frá Reykjaskóla,
ekið austur yfir Hrútafjarðarháls og sem leið liggur norður. Far-
artækin voru fjórir bílar. Sá stærsti var 26 manna bíll, rauður að
lit, en minnstur var 5 manna bíll búnaðarmálastjóra. Voru bíl-
arnir nefndir eftir lit og kallaðir: Ratiður, Bleikur, Gráni og Litli-
151