Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 158
mér gaman að koma á Námafjall og sjá yfir sveitina og vatnið
sem þá blasti við, en auk þess er Námaíjall sú einkennilegasta
jarðmyndun sem ég hef augum litið og gæti ég trúað að þar
væru auðæfi í jörðu fólgin.
Reyndar var þarna brennisteinsvinnsla fyrrum, en nú standa
námuhúsin auð og yfirgefin. Betra var nú samt að karlmennirn-
ir fóru á fjall en „sjó“ í þetta sinn, því þegar kom hátt upp í fjall-
ið varð Stóri-Rauður of þungur á hinn gljúpa jarðveg og virtist
um tíma tvísýna á að ná honum upp úr hvítum jarðveginum er
varð eftir því lausari sem hjólin sukku dýpra niður. Þó kom þar,
að ráð bílstjóranna og samanlagðir kraftar manna og Bleiks gátu
bjargað. Frá Reykjahlíð tók ég með mér þrjá steina til minja, en
þeir hefðu mátt vera fleiri, því að síðar fengu ýmsir ágirnd á
þeim.
Klukkan sex vorum við í kaffiboði hjá Mývetningum. Töluðu
þar ýmsir og skáldið okkar, Guðmundur Ingi, flutti ljóð. - I
Reykjahlíð er hin fræga kirkja í miðri hraunbreiðunni, sem nær
þó hvergi alveg að veggjum hennar en hefur runnið allt í kring-
um hana.
Enn er stigið upp í bifreiðarnar og haldið til baka frá Reykja-
hlíð. Stansað er hjá Höfða. Þar skilja flestir Mývetningarnir við
okkur og höfðum við átt með þeim skemmtilega stund. Var nú
ekið sem leið hggur að Laugaskóla og gist þar.
Það sem fljótt vekur athygli gestanna eru gifsmyndir af mörg-
um helstu forystumönnum þessa héraðs á umliðnum árum. Er
það vel til fundið að láta ungdóminn og aðra hafa þessa afburða
hugsjóna- og manndómsmenn sífellt fyrir augum. Væri vel að
sem flestir tækju þá til fyrirmyndar. Oll var dvölin þarna hin
ánægjulegasta og staðurinn viðkunnanlegur og prýðilega um-
genginn.
Frá Laugum var farið klukkan hálf níu morguninn eftir og
haldið niður Reykjadalinn að virkjun Laxárfossa og skoðuð stöð-
in þar. Síðan var ekið ofan Aðaldalshraun sem er skógi vaxið á
löngu svæði.
Næsti áfangastaður var Húsavík. Þar var miðdagsveisla í boði
Kaupfélags Þingeyinga. Við það tækifæri söng Karlakór Húsavík-
ur og margar ræður voru fluttar. Að enduðum þessum mann-
156