Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 162
Allt í einu vaknaði það upp hjá sumum að þeir yrðu að hafa
eitthvað til minja frá Austfjörðum. Sumir difu hendi í austfirsk-
an sjó, aðrir bergðu á honum og sögðu hann saltan eins og á
Vestfjörðum. Nokkrir fóru í búðir og keyptu sér gripi til minja
um ferðina. Að því búnu var haldið að Hallormsstað og skoðað-
ur skógurinn og hin fagra gróðrarstöð. Hæstu trén þar eru sögð
vera f2 metrar. Mældum við eitt tré í skóginum og var stofn þess
70 sm að ummáli, en þvermál krónunnar um 8 metrar. Dvöld-
um við nokkra stund í skóginum og sáum niður í Atlavík og
fleiri fagra staði. Að því búnu var haldið heim að Hallormsstað
í kaffiboð hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Þar töluðu marg-
ir Héraðsbúar, en þó hefðu víst fleiri viljað fá orðið, því að þar-
na var mikill fjöldi manna úr byggðarlaginu sem ekki vildi láta
sinn hlut eftir liggja, hvað hlýlegar viðtökur snerti, enda fundum
við ferðalangarnir það greinilega að við vorum alls staðar
aufúsugestir, og stundum gátum við ekki þegið allt sem okkur
stóð til boða. Þarna urðum við t.d. að afþakka heimboð hjá Bún-
aðarfélagi Skriðdæla.
Um kvöldið var haldið að Ketilsstöðum og Egilsstöðum og gist
þar eins og nóttina áður. Þá var verið að gera vegabætur milli
Egilsstaða og Hallormsstaðar og voru ein fjögur ræsi í smíðum,
þannig að við urðum að sullast yfxr gilin. Þá tókst svo illa til, að
bíllinn hans Sveins á Egilsstöðum stoppaði í einu vatnsfallinu og
sat þar umflotinn beljandi straumvatninu. í bílnum með Sveini
voru fimm húsfreyjur af Vestfjörðum sem skipt höfðu um farar-
tæki að gamni sínu. Fór nú að fara um þá sem áttu konur sínar
þarna í vatnsfallinu. En bílstjórarnir okkar voru menn sem vissu
hvers þarf með á langferðalögum um ísland árið f945. Þeir
klæddust góðum hlífum og útbúnir með kaðla og króka óðu
þeir að bílnum en við horfðum á og reyndum að fylgjast með
aðgerðum þeirra. Björgunin tókst giftusamlega sem betur fór og
komust allir heilu og höldnu til fyrirhugaðra gististaða.
Kfukkan sjö næsta morgun, 22. júní, var svo lagt af stað heim-
leiðis. Ekið var um Jökuldal og Möðrudal að Grímsstöðum og
borðað þar og á Hólsseli. Þaðan var haldið um tvöleytið að Detti-
fossi sem opinberaði okkur mikilleik sinn í kaldranalegri auðn,
þar sem ekkert líf getur þrifist. En nú var viðstaðan stutt því að
i60