Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 38

Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 38
miðlar nútímans. Þar kom í þeirra samtali að Magnús sagði veð- urútlitið afar slæmt, ekki var Matthías á því. Hann taldi allar horfur nokkuð góðar. „Nei nei“ sagði Magnús. „Það var hin versta veðurspá í útvarpinu“. „Nú er það“, svaraði Matthías: „Það var ágæt spá í útvarpinu hérna.“ Jóhann Matthíasson var stoð og stytta föður síns og gekk til allra verka bæði úti og inni og fórst það vel úr hendi, hann var maður hæglátur og lét lítið fara fyrir sér en átti til góðlátlega kímni og glettin tilsvör. Stundum höfðu þeir feðgar ráðskonur á sumrin en oftast voru þeir tveir einir og björguðu sér ágætlega. Það var gott og gaman að koma í kaffi til þeirra og smakka kaffi- brauðið og kleinurnar sem Jóhann bakaði. Það var ævinlega bor- ið fram rausnarborð. Skúli Guðjónsson bóndi og rithöfundur á Ljótunnarstöðum var samtímamaður og góðkunningi Jóa í Jóns- seli. Hann segir svo um Jóa. ,Jói var hæglátur maður, prýðilega greindur og orðheppinn. Hann hafði það sér til ágætis meðal annars, að vera fæddur sama ár og dag og Halldór Laxness. Einu sinni spurði ég Jóa að því hvenær hann yrði sextugur. Hann svar- aði: Ætli þú heyrir það ekki í útvarpinu. Reyndar býst ég ekki við að mín verði getið, en við Laxness verðum sextugir sama dag og hans verður sjálfsagt getið.“ Þegar þeir Laxness ogjói urðu sjö- tugir minntist Skúli þeirra beggja í Þjóðviljanum í einni og sömu greininni. Þar segir m.a.: „Og nú eru þessir heiðursmenn, Hall- dór og Jói, orðnir sjötugir. Það þarf ekki að kynna þann fyrr- nefnda fyrir lesendum Þjóðviljans, en sennilega vita fáir þeirra deili á Jóa í Jónsseli. En hver er Jói? I stuttu máli er hann alþýðumaðurinn uppruna- legur og hreinræktaður, sá alþýðumaður sem Halldór hefur verið að leitast við að leiða fram fýrir sjónir lesenda sinna en aldrei tek- ist. Til þess er hann of mikið skáld“. Matthías lést árið 1960 og þá lauk búskap í Jónsseli. Jóhann gerðist vetrarmaður á Valdsteins- stöðum við fjárhirðingu um nokkra vetur, síðar var hann í Lyng- holti hjá Þorbirni Bjarnasyni skólasþóra og hirti hans fénað á vetr- um meðan hann lifði en á sumrin var hann mest upp í Jónsseli fram á haust. A hverju hausti var fé þeirra Dalamanna, sem kom í fyrstu og annari leit úr réttinni á Kollsá í Bæjarhreppi, rekið eftir Bakkadalnum yfir Hólmavatnsheiði til Gillastaðaréttar í Laxárdal. B6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.