Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 38
miðlar nútímans. Þar kom í þeirra samtali að Magnús sagði veð-
urútlitið afar slæmt, ekki var Matthías á því. Hann taldi allar
horfur nokkuð góðar. „Nei nei“ sagði Magnús. „Það var hin versta
veðurspá í útvarpinu“. „Nú er það“, svaraði Matthías: „Það var
ágæt spá í útvarpinu hérna.“
Jóhann Matthíasson var stoð og stytta föður síns og gekk til
allra verka bæði úti og inni og fórst það vel úr hendi, hann var
maður hæglátur og lét lítið fara fyrir sér en átti til góðlátlega
kímni og glettin tilsvör. Stundum höfðu þeir feðgar ráðskonur á
sumrin en oftast voru þeir tveir einir og björguðu sér ágætlega.
Það var gott og gaman að koma í kaffi til þeirra og smakka kaffi-
brauðið og kleinurnar sem Jóhann bakaði. Það var ævinlega bor-
ið fram rausnarborð. Skúli Guðjónsson bóndi og rithöfundur á
Ljótunnarstöðum var samtímamaður og góðkunningi Jóa í Jóns-
seli. Hann segir svo um Jóa. ,Jói var hæglátur maður, prýðilega
greindur og orðheppinn. Hann hafði það sér til ágætis meðal
annars, að vera fæddur sama ár og dag og Halldór Laxness. Einu
sinni spurði ég Jóa að því hvenær hann yrði sextugur. Hann svar-
aði: Ætli þú heyrir það ekki í útvarpinu. Reyndar býst ég ekki við
að mín verði getið, en við Laxness verðum sextugir sama dag og
hans verður sjálfsagt getið.“ Þegar þeir Laxness ogjói urðu sjö-
tugir minntist Skúli þeirra beggja í Þjóðviljanum í einni og sömu
greininni. Þar segir m.a.: „Og nú eru þessir heiðursmenn, Hall-
dór og Jói, orðnir sjötugir. Það þarf ekki að kynna þann fyrr-
nefnda fyrir lesendum Þjóðviljans, en sennilega vita fáir þeirra
deili á Jóa í Jónsseli.
En hver er Jói? I stuttu máli er hann alþýðumaðurinn uppruna-
legur og hreinræktaður, sá alþýðumaður sem Halldór hefur verið
að leitast við að leiða fram fýrir sjónir lesenda sinna en aldrei tek-
ist. Til þess er hann of mikið skáld“. Matthías lést árið 1960 og þá
lauk búskap í Jónsseli. Jóhann gerðist vetrarmaður á Valdsteins-
stöðum við fjárhirðingu um nokkra vetur, síðar var hann í Lyng-
holti hjá Þorbirni Bjarnasyni skólasþóra og hirti hans fénað á vetr-
um meðan hann lifði en á sumrin var hann mest upp í Jónsseli
fram á haust. A hverju hausti var fé þeirra Dalamanna, sem kom í
fyrstu og annari leit úr réttinni á Kollsá í Bæjarhreppi, rekið eftir
Bakkadalnum yfir Hólmavatnsheiði til Gillastaðaréttar í Laxárdal.
B6