Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 52
atriðum á skjön við aðrar skjallegar heimildir um þennan at-
burð.
I Húnvetningabók, 3ja bindi bls. 731 hljóðar frásögnin þann-
ig;
„Það var þetta haust [1834] að skip það, er beið sláturs í Höfða,
lagði seint út. Fékk það veður hörð, rak upp á Strandir og lá þar
um veturinn. Var það mælt að einn maður týndist af því en út lét
það er voraði. Skipið hétJensína. Monsen hét skiparinn. Var á því
Jakobsen úr Höfða. Einn maður röskur á því, 18 vetra, gekk í reið-
ann og datt útbyrðis. Drukknaði hann og var engi kostur að ná
honum því skipið skreið mjög en byr var á blásandi. Strandaði
skip það í Bjarnarfirði. Hundur hans stökk á eftir honum og fórst.
Var það ei allstutta hríð er maður sá synti eftir skipi. Sumra sögn
[er] að Monsen sigldi því til brots með vilja fyrir því að það var
bæði gamalt og lekt. Héldust menn aðrir og fé.“
Það er augljóst að mönnum hefir ekki verið rótt, sem von var,
og brotið heilann um hvað mögulegt væri að gera til björgunar
þeirra verðmæta sem líklegt var að lægju undir skemmdum norð-
ur í Bjarnarfirði. Þar var hins vegar ekki hægt um vik. Til að ráðs-
laga hér um var aftur settur réttur á Reykjarfirði þar sem þrír
bændur voru spurðir um hvað hægt væri að gera í þessu erfiða
máli. Þetta réttarhald er það eina í öllum gögnunum sem skrifað
er á íslensku. Svör bændanna eru upplýsandi um þá möguleika,
sem fyrir hendi voru til að bjarga farminum úr skipinu, og fróð-
legt er jafnframt að virða fyrir sér tungutak og orðaval sem þarna
var viðhaft. Er réttarhaldið því birt hér orðrétt en stafsetningin
færð til ritháttar nútímans.
Árið 1832 þann 28. nóvember, var af Gísla Sigurðssyni hrepp-
stjóra í umboði sýslumanns Jóns Jónssonar í sjúkdómsforföllum
hans, eftir kröfu hr. N. Mogensens skipstjóra í viðurvist löglega
útnefndra þingvitna, þeirra sömu og fyrr um daginn; tekinn eið-
festur vitnisburður bændanna Olajenssonar Viborg [1800-1849]
í Reykjarfirði, Jóns Einarssonar [1791-1858] á Reykjanesi ásamt
Sigurði [Jónssyni] [1770-1835] á Reykjanesi, [fyrrum bónda í
50