Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 65
Drangahólmum. Hvorugur okkar Kristins var á þessum tíma
kunnugur grynningunum þar. Um það leyti sem við vorum að
koma að Drangahólmum kom upp í huga minn draumur sem
mig hafði dreymt nóttina áður. Eg fór að hugsa um drauminn og
við það setti að mér nokkurn beyg. Eg sagði Kristni drauminn.
Draumurinn var svohljóðandi:
Eg er að koma að Dröngum á trillunni Birnu og leggst að hlein-
inni þar. Eiríkur bóndi á Dröngum, sem allajafna var góður heim
að sækja, kemur niður á hleinina til að taka á móti mér. Eftir að
við höfum heilsast býður Eiríkur mér að koma með sér heim í bæ
og þiggja veitingar, eins og hann var vanur. Þegar við höfum
gengið nokkurn spöl í átt að bænum frnnst mér sem Eiríkur taki
skyndilega lykkju á leið sína og hverfi. Mér finnst sem ég hafí ekki
vitað hvert hann fór. Nokkru síðar sé ég Eirík standa við skemmu
eina, sem stóð niður við sjóinn. Eiríkur opnar hurð á skemm-
unni. Kemur þá í ljós að skemman er full af æðarblikum. Æð-
arblikarnir bytja að ryðjast fljúgandi út um hurðaropið með mikl-
um bægslagangi. Mér fannst sem æðarblikarnir taki allir stefnu á
mig. Þar kemur að þeir koma að mér. Þeir skella á hausnum og
annarstaðar á mig í einni samfelldri hrinu. Við þetta finnst mér
ég allur lemstrast og verða illa til reika. Mér fannst ég vera fullviss
um að þetta hafi allt verið fyrirfram skipulagt af Eiríki og verð ég
honum því mjög reiður. Eg ávíta hann allnokkuð fyrir þessa fjand-
samlegu framkomu í minn garð, sem ég hafi alls ekki átt von á frá
honum. Þar lýkur draumnum.
Eftir að hafa hlýtt á drauminn varð Kristinn luigsi en sagði ekk-
ert. Reynslan hafði kennt mér að það væri mikið óheillamerki ef
annar tveggja manna, Eiríkur bóndi á Dröngum, eða Eiríkur upp-
eldisbróðir minn frá Eyri, kæmi fram í draum hjá mér.
Eg hélt stefnu grunnt fyrir framan Geirólfsnúp. Þegar við vor-
um komnir rétt norður fyrir Geirólfsnúp og farnir að beygja inn
Reykjarfjörðinn breyttist hljóðið í vélinni. Hún fór að þyngja á sér
og ganga óreglulega. Að lokum stoppaði vélin. Ég reyndi strax að
koma henni í gang aftur. Það bar lítinn árangur. Vélin fékkst alls
ekki í gang.
Eg bað Kristinn að taka legufærin til og koma þeim fyrir borð,
en vegna þess að dýpi virtist allnokkuð þar sem við vorum staddir,
63