Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 67
í gangi. Það var nokkur hætta á bilun í þessum búnaði og þá eink-
um ef vélin hitnaði samfara því að mikið reyncli á hana eins og
þarna átti við, þar sem ég var með annan bát í slefi.
Fljótlega eftir að vélin stoppaði fór að bæta í vind. Vindurinn
varð þess valdandi að bátarnir slitu sig lausa frá legufærunum.
Eftir að þeir voru búnir að slíta sig lausa rak þá hratt undan vind-
inum í átt frá landinu. Eftir því sem þá bar lengra frá landinu
urðu öldurnar stærri og sjólag verra.
Við fórum nú að gera klár önnur legufæri, sem ég hafði tekið
með og hnýttum í þau svert og langt grastóg, sem átti að þola
mikið álag. Þegar bátarnir höfðu verið bundnir í þessi legufæri
stöðvaðist rek þeirra og þeir hættu að fjarlægjast landið.
Eg hélt síðan áfram að brasa við vélina. Ég bað Kristinn að reisa
mastrið og hífa upp í það stóran poka, sem var til um borð, í
þeirri trú að þannig sæist frekar til okkar. Þegar hér var komið
sögu settumst við niður og fórum að ræða stöðu mála. Við vorum
sammála um að í raun væru harla litlar líkur á að til okkar sæist.
Þarna fóru bátar sjaldan um og það væri útilokað að til okkar sæ-
ist frá Reykjarfirði og lítil von að til okkar sæist frá Skjaldabjarn-
arvík, sem var næsta byggða ból. Eg sagði við Kristinn að nú væri
draumurinn, sem mig dreymdi nóttina áður, að koma fram. Þar
sem við sátum þarna í vélarvana bátum benti ég út í rokið og sagði
honum að þetta séu æðarblikarnir sem Eiríkur sendi á mig í
draumnum.
Eg fór að íhuga vandlega hvað væri til ráða. Eg var með gott
segl í bátnum sem hugsanlega mætti nota til að sigla undan vest-
anáttinni yfir flóann og þá væri hægt að taka land á Skagaströnd.
Kristinn lagði til að við leystum Svan frá. Það vildi ég ekki gera
nema í algerar nauðir ræki. Skyndilega heyrðist vélarhlóð, sem
virtist ekki langt undan. Eg fór að skyggnast um og sá þá vélbát
nálgast. var þar kominn Héðinn Jónsson bróðir Olafs bónda í
Skjaldabjarnarvík.
Tvíbýli var í Skjaldabjarnarvík á þessnm tíma. Þar bjuggu Ól-
afur Jónsson og Guðjón Kristjánsson. Héðinn var í heimsókn í
Skjaldabiarnarvík hjá bróður sínum með trillubát sem hann hafði
keypt á Isafirði árið áður. Héðinn var að koma frá Dröngum og
var á leið til Skjaldabjarnarvíkur. Eiríkur hafði verið búin að biðja
65