Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 73

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 73
var svo þéttur að þeir fóru framhjá henni. Héldu þeir þá áfram ferð sinni út „Gleiðarhjalla“ og út á Kleifar. Þar fóru þeir niður og til bæjar - þarna töluðu þeir um Gleiðarhjalla sem alkunnugt ör- nefni. Alyktun mín þarna, sem ég var staddur, varð því sú að þarna væri nafnið komið á ánni og fossinum í beinu samhengi. Eg varð dálítið hissa á að þessu samhengi skyldi skjóta upp í huga mér þarna og á þessari stundu, þó tilefni væri til. Oft hafði ég farið þessa leið og horft á þetta án þess að nokkuð kæmi sérstakt uppí huga mér við það. Nú lá þetta svo opið og ljóst fyrir í huga mér. Hér rnætti þessari frásögn ljúka; enda orðin óþarflega löng og orðmörg. Ekki get ég nákvæmlega tímasett hvaða ár það var, sem þeir Agúst og Jakob komu í Norðurfjörð og gistu þar, og þessi frásögn þeirra greinir frá. Mér þykir líklegt að það hafi verið á ár- unum 1912-14. Eg hefi þá verið 7-9 ára. Eg man að mér þótti koma þeirra, tal og umræðuefni athyglisverð. Eg fylgdi þeim eftir úti og inni og reyndi að fylgjast með tali þeirra, útliti og háttum. Agúst sá ég ekki eftir þetta. Hann andaðist í lungnabólgufárinu sem gekkyfir hér í hreppnum vorið og sumarið f 9f 6 og lagi fjölda manna og góðbænda í gröfina á besta aldri. Agúst var glæsimenni og góðum gáfum gæddur. Það var mikil blóðtaka. Jakobi átti ég eftir að kynnast síðar og vera nágranni við hann árum saman. Hann var rnjög sérstæður. Tröll að vexti, matmaður með afbrigð- um, hafði líka stóran líkama að forsorga. Allt tal hans var líka sér- stakt og sérstætt. Hann hafði til að bera kímni og gamansemi. Orðatiltæki hans voru með sérstökum hætti og áherslur skemmti- lega fyndnar oft. Það var kynfylgja þeirra Söebeck-systkina. Hann var um margt hálfgerð ævintýrapersóna í orðum og töktum. En í þessu sambandi kemur mér í huga gamalt máltæki: „Lengi muna börnin.“ Þegar ég kom til Djúpuvíkur í þetta sinn fór ég aðeins að ýja að því sem mér hafði komið í hug um þetta nafn á ánni og fossinum. En þar kom ég að lokuðum dyrum. Enginn kannaðist við þessa nafngift eða neitt í sambandi við hana, sem styddi hugdettu mína og tilgátu. Ef til vill voru eðlilegar skýringar á því. Þeir sem þarna höfðu átt heima, í Kjós, voru fluttir í burtu. En í Djúpuvík var eingöngu aðkomið fólk, að vísu úr næsta nágrenni sumt. Það 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.