Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 73
var svo þéttur að þeir fóru framhjá henni. Héldu þeir þá áfram
ferð sinni út „Gleiðarhjalla“ og út á Kleifar. Þar fóru þeir niður og
til bæjar - þarna töluðu þeir um Gleiðarhjalla sem alkunnugt ör-
nefni.
Alyktun mín þarna, sem ég var staddur, varð því sú að þarna
væri nafnið komið á ánni og fossinum í beinu samhengi. Eg varð
dálítið hissa á að þessu samhengi skyldi skjóta upp í huga mér
þarna og á þessari stundu, þó tilefni væri til. Oft hafði ég farið
þessa leið og horft á þetta án þess að nokkuð kæmi sérstakt uppí
huga mér við það. Nú lá þetta svo opið og ljóst fyrir í huga mér.
Hér rnætti þessari frásögn ljúka; enda orðin óþarflega löng og
orðmörg. Ekki get ég nákvæmlega tímasett hvaða ár það var, sem
þeir Agúst og Jakob komu í Norðurfjörð og gistu þar, og þessi
frásögn þeirra greinir frá. Mér þykir líklegt að það hafi verið á ár-
unum 1912-14. Eg hefi þá verið 7-9 ára. Eg man að mér þótti
koma þeirra, tal og umræðuefni athyglisverð. Eg fylgdi þeim eftir
úti og inni og reyndi að fylgjast með tali þeirra, útliti og háttum.
Agúst sá ég ekki eftir þetta. Hann andaðist í lungnabólgufárinu
sem gekkyfir hér í hreppnum vorið og sumarið f 9f 6 og lagi fjölda
manna og góðbænda í gröfina á besta aldri. Agúst var glæsimenni
og góðum gáfum gæddur. Það var mikil blóðtaka. Jakobi átti ég
eftir að kynnast síðar og vera nágranni við hann árum saman.
Hann var rnjög sérstæður. Tröll að vexti, matmaður með afbrigð-
um, hafði líka stóran líkama að forsorga. Allt tal hans var líka sér-
stakt og sérstætt. Hann hafði til að bera kímni og gamansemi.
Orðatiltæki hans voru með sérstökum hætti og áherslur skemmti-
lega fyndnar oft. Það var kynfylgja þeirra Söebeck-systkina. Hann
var um margt hálfgerð ævintýrapersóna í orðum og töktum. En í
þessu sambandi kemur mér í huga gamalt máltæki: „Lengi muna
börnin.“
Þegar ég kom til Djúpuvíkur í þetta sinn fór ég aðeins að ýja að
því sem mér hafði komið í hug um þetta nafn á ánni og fossinum.
En þar kom ég að lokuðum dyrum. Enginn kannaðist við þessa
nafngift eða neitt í sambandi við hana, sem styddi hugdettu mína
og tilgátu. Ef til vill voru eðlilegar skýringar á því. Þeir sem þarna
höfðu átt heima, í Kjós, voru fluttir í burtu. En í Djúpuvík var
eingöngu aðkomið fólk, að vísu úr næsta nágrenni sumt. Það
71