Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 78

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 78
fokhelt. En um annað var ekki að ræða. En þrátt fyrir þessi þrengsli, leið okkur allt af vel í þessu húsi, þar var góður andi. Eins og áður sagði var féð flutt sjóleiðina að Munaðarnesi og rekið til Reykjarfjarðar og setið yfir því þar til sauðburði lauk. Eftir það var það látið sjá um sig sjálft, enda næg beit í Reykj- arfirði. Sauðkindin er undarleg skepna. Hún er sauðmeinlaus eins og sagt er með réttu og okkur hættir til að segja að hún sé sauðheimsk, en þar skjátlast okkur heldur betur. Hún kom hing- að upp með landnámsmönnum trú og trygg. í 1000 ár skaffaði hún okkur mat og klæði, þoldi hungur og hörð veður, kvartaði aldrei, þögul og þolinmóð gegnum dimmar aldir fyldi hún okkur og við sögðum að hún væri heimsk í hroka okkar og stórmennsku. En var það svo? Eins og áður sagði var féð látið bera í Reykjarfirði. Eftir að lömbin fóru að stálpast tóku ærnar að líta í kringum sig og þeim fannst að hérna ættu þær ekki heima. Og þessi heimska skepna sem við köllum svo, tekur nú að rekja sig norður að Mun- aðarnesi þó að þær hafi aðeins farið þessa leið einu sinni ruglaðar eftir sjóferð. Minningin um Skjaldabjarnarvík lætur þær ekki í friði. Þær þræða sig gegnum sveitina með lömbin sín litlu og stoppa í fjörunni í Munaðarnesi horfa út á sjóinn ogjarma og svo segjum við að sauðkindin sé sauðheimsk. Hefðum við kannski gert betur? En því segi ég ykkur þetta að þarna norður frá beið óboðinn gestur, mæðiveikin, sem hingað hafði borist með erlendum kyn- bótahrútum, sem áttu að kynbæta gamla landnámsféð, sem svo vel hafði dugað. Talið er að veikin hafi borist með hrútum er keyptir voru frá Miðfirði í Húnavatnssýslu. Eftir að þessi vágestur barst norður var ráðist í niðurskurð og aðrar varnar aðgerðir til að koma í veg fyrir að sauðfjárrækt legðist af í sveitinni með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Okkar fé hafði gengið innan um sýkt fé sumarið 1935. Veturinn 1936 er ákveðið að girða af hið sýkta svæði og sýnt að Reykjarfjörður lenti innan þess og girt yrði milli Reykjarfjarðar og Kjósar og norður í Ofeigsfjörð. Til þess að koma í veg fyrir að féð úr Reykjarfirði gengi saman við féð úr Kjós, var settur vörður milli Kjósar og Reykjarfjarðar og önnuðust aðallega þá vörslu Jóhannes Pétursson úr Reykjarfirði 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.