Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Síða 82

Strandapósturinn - 01.10.2007, Síða 82
En það varð að fylgjast með girðingunni allt sumarið og var áskilið að farið væri með henni daglega. Til þess að uppfylla þetta skilyrði höfðum við tjaldið góða staðsett norðan við Tagl. Röltum með girðingunni seinni part dags og gistum í tjaldinu og fórum svo snemma dags til baka. Það gat verið gaman að rölta með girð- ingunni. Féð vandist því fljótt að það komst ekki lengra enn að þessari gaddavírslínu er skar landið sundur. Þó voru alltaf ein- hverjar er fannst grasið græna hinum megin, sérstaklega freistaði Breiðidalurinn þeirra, iðjagræn og oftast voru þetta sömu roll- urnar, kannski tvílembur. Þegar maður gekk framá þær lágu þær ogjórtruðu með lömbin sín tvö, sakleysið upp málað og spurðu mann með augunum, hvað maður væri að vilja? Þeim dytti sko ekki í hug að fara að stelast í grasið hinum megin við girðinguna, hér hefðu þær það gott og hvort ég sæi ekki hvað lömbin hennar væru falleg. Hver fellur ekki fyrir slíkum rökum. Maður labbaði í hvarf, leit við og viti menn sú gamla var staðin á fætur og stefndi á græna grasið hinum megin við girðinguna. Og þegar maður snéri við til að stugga við henni var hún sakleysið upp málað, sem fyrr, og lét eins og hún hafi ætlað eitthvað allt annað. Svo tölum við um sauðheimsku. Oft gat verið dýrðlega fallegt útsýni af Tagl- inu og hæðunum ofan Reykjarfjarðardals, sérstaklega á morgn- ana og kvöldin þá gat fjörðurinn verið spegilsléttur svo ekki sást gára. Stundum á kvöldin laumaðist þokan inn og fyllti fjörðinn fjalla milli og maður horfði ofan á skýjabólstrana er mynduðu hinar ótrúlegustu töframyndir og umhverfis mann ríkti þögnin sem var algjör, nema þessi sérstaki öræfaniður sem er ósund- urgreinanlegt hljóð er berast til manns úr öllum áttum. Þá var gaman að vera til og horfa á þessa dýrð, sem við megum aldrei spilla. Við eigum ekki þetta land, framtíðin á það og hún er ekki okkar. Pílagrímsferð! Um miðjan júní 2006 fórum við hjónin norður í Djúpavík og gistum hjá þeim hjónum Hrefnu Magnúsdóttir og Skúla Alexand- erssyni, við góðan kost. Eg notaði tækifærið að skoða gamlar slóð- ir eins og gamla girðingarstæðið en girðingin mun hafa verið tek- 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.