Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 93
stöðinni og heim að Ósi. Svo gerðist undrið. Árið 1930 var komið
rafmagn bæði til ljósa og eldunar. Stíflugarðurinn var nú ekki
mjög hár og að vetrinum safnaðist oft íshröngl á ristina í stíflu-
garðinum. Þá þurfti að fara fram eftir og krafsa ísinn frá, annars
gat reimin farið af og rafmagnið farið. Þá þurfti að skrúfa fyrir
vatnið og koma þessu í lag. En oft var þetta nú dálítið basl. Þegar
ljósin dofnuðu á perunum var oft sagt: „Pabbi, ætíarðu ekki að
fara og kraka frá?“
Filipp bróðir pabba míns vann hjá Viðtækjaverlun ríkisins og
hann sendi útvarpstæki sem hægt var að breyta ef rafmagnið
minnkaði og hægt var að hlusta á þótt ljósin væru dauf. Kannski
aðeins rauðir vírar á ljósaperunum. Stundum var rafmagnslaust
dögum saman og þá var nú gott að grípa til olíulampanna.
Um 1950 var farið að molna talsvert úr stíflugarðinum svo það
kom í hlut pabba míns, Magnúsar Gunnlaugssonar, að bæta úr
því. Það var heilmikið verk. Innri-Ós var farinn að fá rafmagn til
ljósa, en amma mín (á Ytra-Ósi) hafði rafeldavél frá 1930. Á Ósi
voru aligæsir og man ég vel eftir hvað þær voru pattaralegar í ofn-
inum.
Talsverð töf varð á framkvæmdum við virkjunina á Ósi 1930, en
þá var alþingishátíðin á Þingvöllum og þangað fóru allir sem vett-
lingi gátu valdið. Það var mikil útgerð, bæði með mat og fatnað.
Hafa þurfti þald og annan útbúnað til dvalar á Þingvöllum. Ferða-
mátinn var nú ekki mjög þægilegur. Farið var með strandferða-
skipi sem þá var Lagarfoss. Þegar hann kom til Hólmavíkur voru
auðvitað allar kojur uppteknar svo ekki var um annað að ræða en
vera í lestinni. Nesti var mikið brauðmeti, harðfiskur og mjólk til
að byrja með. Eg held að þetta hafi verið erfitt þriggja sólarhringa
ferðalag!
Fólkið sem fór á alþingishátíðina frá Ósi var afi minn, Gunn-
laugur Magnússon, og börn hans, Filipp, Magnús og Nanna, en
amma mín, Marta Magnúsdóttir, varð eftir heima vegna veikinda
sinna. Helga Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum annaðist um
hana á meðan. Einnig urðu eftir heima Fjóla, Svana og e.t.v.
fleiri.
Afi var vel kunnugur Tryggva Þórhallssyni, þingmanni Stranda-
manna, og átti hjá honum margfalt heimboð og var dvalið hjá
91