Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 93

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 93
stöðinni og heim að Ósi. Svo gerðist undrið. Árið 1930 var komið rafmagn bæði til ljósa og eldunar. Stíflugarðurinn var nú ekki mjög hár og að vetrinum safnaðist oft íshröngl á ristina í stíflu- garðinum. Þá þurfti að fara fram eftir og krafsa ísinn frá, annars gat reimin farið af og rafmagnið farið. Þá þurfti að skrúfa fyrir vatnið og koma þessu í lag. En oft var þetta nú dálítið basl. Þegar ljósin dofnuðu á perunum var oft sagt: „Pabbi, ætíarðu ekki að fara og kraka frá?“ Filipp bróðir pabba míns vann hjá Viðtækjaverlun ríkisins og hann sendi útvarpstæki sem hægt var að breyta ef rafmagnið minnkaði og hægt var að hlusta á þótt ljósin væru dauf. Kannski aðeins rauðir vírar á ljósaperunum. Stundum var rafmagnslaust dögum saman og þá var nú gott að grípa til olíulampanna. Um 1950 var farið að molna talsvert úr stíflugarðinum svo það kom í hlut pabba míns, Magnúsar Gunnlaugssonar, að bæta úr því. Það var heilmikið verk. Innri-Ós var farinn að fá rafmagn til ljósa, en amma mín (á Ytra-Ósi) hafði rafeldavél frá 1930. Á Ósi voru aligæsir og man ég vel eftir hvað þær voru pattaralegar í ofn- inum. Talsverð töf varð á framkvæmdum við virkjunina á Ósi 1930, en þá var alþingishátíðin á Þingvöllum og þangað fóru allir sem vett- lingi gátu valdið. Það var mikil útgerð, bæði með mat og fatnað. Hafa þurfti þald og annan útbúnað til dvalar á Þingvöllum. Ferða- mátinn var nú ekki mjög þægilegur. Farið var með strandferða- skipi sem þá var Lagarfoss. Þegar hann kom til Hólmavíkur voru auðvitað allar kojur uppteknar svo ekki var um annað að ræða en vera í lestinni. Nesti var mikið brauðmeti, harðfiskur og mjólk til að byrja með. Eg held að þetta hafi verið erfitt þriggja sólarhringa ferðalag! Fólkið sem fór á alþingishátíðina frá Ósi var afi minn, Gunn- laugur Magnússon, og börn hans, Filipp, Magnús og Nanna, en amma mín, Marta Magnúsdóttir, varð eftir heima vegna veikinda sinna. Helga Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum annaðist um hana á meðan. Einnig urðu eftir heima Fjóla, Svana og e.t.v. fleiri. Afi var vel kunnugur Tryggva Þórhallssyni, þingmanni Stranda- manna, og átti hjá honum margfalt heimboð og var dvalið hjá 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.