Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 96
Magnús átti forláta hatt sem hann notaði í stórframkvæmdum
eins og húsbyggingum. Þegar svo stóð fyrir dyrum að stækka flóð-
garðinn stóð nú ekki á honum að vinna í því. Einu sinn fór
mamma út á hlað og sá þá til ferða Magnúsar og sagði við pabba:
Hillir undir hattinn fína,
hér er kominn nafni þinn,
vit og dugnað vill hann sýna
við að steypa flóðgarðinn.
Um 1956 tók svo Þverárvirkjun við en notkun Osárvirkjunar
lagðist ekki af strax. Notkun hennar minnkaði smátt og smátt á
næstu árum uns rafmagn frá Þverárvirkjun var eingöngu notað.
Skrifað í ágúst 2006
Skýrsla um hag almennines í Strandasýslu
árið 1894
Veðrátta var frá ársbyrjun til vetrarloka yfir höfuð að tala góð, og frá sum-
arbyrjun fram að slætti óvanalega blíð og hagfeld; um sláttartímann var veð-
uráttan einnig hagfeld, svo heita mátti að mestallur heyskapur þornaði vel;
frá októbermánaðar byrjun tíl ársloka var veðurátt úrfellasöm og óstillt, en
frost lítið.
Fjenaðarhöld voru á árinu yfir höfuð að tala mjög góð; bráðafár í sauðfje
gjerði á stöku stöðum nokkurt tjón, víðast varð ekki vart við það.
Garðrækt heppnaðist vel þar sem hún var stunduð, en hún er því miður
enn ekki almenn.
Verslun mátti heita hagfeld, með því að útlendar nauðsynjavörur voru í
lágu verði, og innlendar vörur sæmilega borgaðar, sjerstaklega var fje að
haustinu selt með fremur háu verði.
Fiskafli var að vorinu svo sem enginn, með því sá hákarlsafli, sem þá var
stundaður misheppnaðist; fiskafli að haustinu var mjög góður í 4 nyrðri
hreppum sýslunnar; í hinum 3 syðri hreppum alls enginn.
FFeilbrigðisástandið var fremur gott, að því undanteknu að í apríl og maí
mánuðum gekk um þessa sýslu hin sama veiki (influenza), sem annarsstaðar
á landinu. Það slys vildi til í byrjun aprílmánaðar, að 10 menn á besta aldri,
sem allir áttu heima í sýslunni drukknuðu í hákarlaróðri [Helluskipið].
Með því árferði, eins og að framan greinir var umrætt ár í betra lagi, var
hagur manna almennt viðunanlegur, og miklu betri en hann var fyrir fám
árum.
SigurðurE. Sverrisson
sýslumaður Strandasýslu.
Heimild: Þjóðskjalasafn.
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.
94