Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 119
eftir að sjókarlinum heyrðu þau að Einar sagði all hátt „sæll
Bjössi.,,
I annað sinn kom Einar að Gilhaga að kvöldlagi. Hláka hafði
verið og töluverð hálka. Einar var á þykkum leðurskóm og með
mannbrodda. Tók hann skóna af sér í bæjardyrunum. Strákurinn
hann pabbi var að sniglast þar. Tók hann skóna, leysti af þeim
broddana og sneri þeim við, þannig að broddarnir sneru upp í
skóinn, en flata járnið sem broddarnir voru á snéru niður. Síðar
urn kvöldið bjóst Einar til brottfarar og kvaddi fólkið. Ekki leið
löng stund þar til hann kom aftur. Hafði hann strax dottið í
brekkunni austur af bænum og skyldi ekkert í að broddarnir virk-
uðu ekki. Þegar inn var komið var komið með ljós, og sást þá
hvers kyns var og upp komst um strákinn, sem fékk nokkra refs-
ingu.
Allir synir Þórðar í Grænumýrartungu voru miklir hagleiks-
menn. Björn hlóð veggi úr torfi og gijóti og var til þess tekið hvað
það var vel gert. Guðmundur smíðaði úr timbri og var með ólík-
indum hvað hann gat smíðað eins erfitt og var með smíðaefni og
fátæktin setti honurn þröngar skorður en aldrei fékkst hann til að
smíða líkkistur, því harðneitaði hann. A þessum árum sáu þeir
bræður um viðhald á símanum yfir Holtavörðuheiði, en þá lá
hann á staurum yfir heiðina, það var ekki fyrr en síðar (1939) að
hann var grafinn í jörð og þá að sjálfsögðu allur handgrafmn.
Gunnar Þórðarson, sem lengi bjó í Grænumýrartungu og var
yngstur Þórðarbarna, sagði eitt sinn frá því heirna í Hrútatungu
hvað Björn í Gilhaga hefði verið ratvís. Það var sama hvort hann
var staddur í niðaþoku eða stórhríð á Holtavörðuheiði, alltaf rat-
aði Björn heim. Það var alveg öfugt með Guðmund bróðir hans.
Hann tapaði strax áttum og var í vandræðum. Eitt sinn fóru þeir
bræður að leita að bilun á símanum um hávetur. Fundu þeir bil-
unina þegar kornið var suður fýrir háheiði og gátu gert við hana.
Var þá skollin á iðulaus stórhríð þannig að ekki sást nánast handa
sinna skil. Björn tók nú stefnuna út í hríðina og skeytti ekkert um
að fylgja símalínunni. Guðmundur taldi stefnuna ekki rétta en
Björn skeytti því engu. Brátt fór Guðmundur að þreytast. Björn
brá þá á það ráð að skamma Guðmund fýrir hitt og þetta og þann-
ig hélt hann honum reiðum og herti þá Guðmundur gönguna til
117