Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 124
Fyrir nokkrum dögum var ég að fræðast nokkuð um þennan
tíma hjá Þorkeli Zakaríassyni, Kela, og m.a. um það þegar Anna
var komin að Prestbakka, og þá sagði Keli. „Já og þá fékk Sigurjón
jeppann og gerðist póstur (mjólkurpóstur mun hann hafa verið)
og fór út í Víkur og þá fann hann Siggu sína. Já svona var það.„ En
nú langar mig að rekja aðeins eigin minningar. Það fyrsta sem ég
man eftir alveg skýrt er atburður frá vorinu 1948. Það voru kornn-
ir gestir í Hrútatungu, það var reyndar ekkert sérstakt að það
kæmu gestir en þetta var meira. Eg man að það var borin lítil
vagga upp í stofuna í vesturendanum á húsinu heima, en þar
bjuggum við. Vaggan var sett á bekkinn við austurvegginn í litlu
stofunni og ég gægðist að skoða. Og þarna blasti við lítil mann-
vera. Svona litla mannveru hafði ég ekki séð áður. Mér var sagt að
þetta væri nýfædd stelpa og héti Anna Bára. Þarna voru þau kom-
in nýgift hjón, Dagmar Ingólfsdóttir og Pétur Björnsson (frá
Brautarholti) með litlu dóttir sína og vorn að setjast að í Hrúta-
tungu, austurendann á húsinu, höfðu tekið hálfa jörðina á leigu
af móðurbróðir mínum. Það var fleira merkilegt við þetta fólk.
Pétur átti jeppa, svoleiðis tæki hafði ég ekki séð áður. Þarna áttu
þau heima til 1951, þegar þeim var byggt út og þá fluttu þau að
Gilsstöðum. Sambýli við þetta sómafólk var einstaklega gott. Eg
heyrði pabba og mömmu aldrei hallmæla þeirn á nokkurn hátt.
Þær voru nokkuð stórar í sniðum báðar, bæði Dagga og móðir
mín, en samkomulagið samt einstakt. Það var sorg í Hrútatungu
þegar þetta fólk flutti í burtu. A þessum árum var Anna Siguijóns-
dóttir tíma og tíma heima.
Tvö atvik langar mig til að minnast á frá þessum árum og teng-
jast Onnu. Annað var það að fólkið þurfti að heiman. Ekki man
ég hvert tilefnið var en Anna var að passa mig og Onnu Báru og
ég man hvað hún dekraði við okkur og ég er ekki frá því að mað-
ur hafi hugsað að fólkið mætti bregða sér oftar af bæ. Hitt atvikið
var að Dagga og Pétur áttu hænsni og haninn var mjög grimmur.
Hann réðist á fólk, en ekki mun hann nú hafa orðið mjög lang-
lífur. Eitt sinn um sláttinn var verið að heyja á Kinninni sem er
hóll suður af núverandi íbúðarhúsi. Pabbi átti vestur hliðina en
Pétur var með austurhliðina á hólnum. Fjárhúsinn stóðu suðaust-
ur af hólnurn og þar voru hænsnin þegar þetta var. Eg hugðist nú
122