Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 126

Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 126
haninn þeyttist til baka og hún hlúði að þessum litla vesæla karl- manni sem þarna stóð. En svo var mál með vexti að Anna var eina manneskjan á bænum sem haninn óttaðist á þessum tíma, en það kom nú ekki til af góðu. Hænsnin höfðu verið heim við bæ þegar haninn tók upp á þessum árásum sínum á fólk. Einn morguninn var Anna að koma út með koppinn sinn eftir nóttina, Það var ekk- ert inniklósett á þessum árum. Þar sem hún var komin út á hlaðið kemur haninn askvaðandi og stefndi á Onnu í árásarhug. Anna hafði engin umsvif og dembdi hlandinu yfir hanann. Hann mun hafa orðið felmtri sleginn og móðgaður og flúði með það sama og mér var sagt að hann hefði sniðgengið Onnu eftir þetta. Já hænsnin hafa líka sitt vit. Pabbi var kominn út þegar þetta skeði og hafði mjög gaman af og dáðist að því hvað Anna hefði verið snögg. Næstu kynni mín af Onnu voru í barnaskólanum á Borð- eyri en þar var heimavist. Þar var Anna ráðskona. Hún var meira en ráðskona, hún var eins og mamma allra krakkanna og gerði ekki upp á milli þeirra. Og með fullri virðingu fyrir þeim kenn- urum sem voru þegar ég var þarna, þá var það Anna sem stjórnaði fyrir utan kennslustofuna og gerði það með sóma. Góðir gestir, það er æði oft sagt þegar farið er um sveitir, já, hér var stórbýli, já, hér á þessum bæ bjuggu nú höfðingjar þegar talað er um ákveðna bæi. En minnumst þess að hver einn bær á sína sögu. Líka þar sem nú blasa bara við tóftarbrotin. Þar hefur líka gerst saga. Saga fólksins sem þar bjó og barðist fyrir því að geta dregið fram lífið. Koma sér og sínum áfram. Þetta voru líka hetjur og afreksfólk þó ekki hafi verið skrifaðar langar sögur um þetta fólk eða því reistir bautasteinar. Því oft eru nöfn þessa fólks fallin í gleymsku. Af þessu fólki erum við mörg okkar komin og við skulum minnast þessa fólks með þökk og virðingu. Eg bið ykkur að virða viljann fyrir verkið og þakka áheyrnina. HEIMILDIR: Munnlegar frásagnir Sæmundar Björnssonar. Munnlegar frásagnir Siguijóns Ingólfssonar. Strandamenn eftir séra Jón Guðnason. Niðjatal Þórðar Sigurðssonar og Sigríðar Jónsdóttir í Grænumýrartungu, tekið saman af Sigríði Gunnarsdóttir. Þjóðskráin. 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.