Strandapósturinn - 01.10.2007, Síða 134
Nú verður að teljast ósennilegt, þó að annað gæti virst af sög-
unurn, að tilgangur þessara fornu leika hafi ætíð verið sá einn að
lúskra sem eftirminnlegast á náunganum til að afla sér frægðar.
Eitthvert mannskaðalaust leik- eða íþróttamarkmið hlýtur að
liggja hér að baki. Menn hafa tæplega enst til þess til lengdar að
efna til sífelldra limlestinga hver á öðrum.
Það er þetta markmið og lögmál leiksins sjálfs, sem menn
sakna. Eg hef oft fundið til þess og gruflaði m.a.s. eitthvað í Is-
lendinga sögunum fyrir langa löngu með það í huga að vita hvað
ég fyndi um leikana gömlu. Ekki man ég nú hvort ég varð ein-
hvers vísari. Margt var það áreiðanlega ekki annað en sú tilfinn-
ing, sem eftir sat, að fornir leikar yrðu ekki uppvaktir eftir þeim
upplýsingum. Síðan hef ég lesið lærðar greinar um þessi efni (t.d.
í Sturlustefnu 1988 bls. 102-104, Jónas Kristjánsson), sem ekki
benda til að slík endurvakning sé möguleg. Leikarnir eru víst end-
anlega úr sögunni.
Annar knattleikur sem tíðkaður hefur verið hér á landi, einnig
á Hólmavík, gæti verið á góðri leið með að týnast líka. Tæplega er
hann forn og ekki er hans getið í neinum sögum og hvergi í fræð-
um Strandamanna. Enginn1 hefur mér vitanlega tekið sig til og
lýst honum. Hann hefur því ekki til þessa verið notaður til fræg-
ingar einurn eða neinum.
Slæmt er og óþarft að leikur þessi fari sömu leið og skemmtan
þeirra Gísla Súrssonar og félaga, þó að öllu tíðindaminni sé að
jafnaði í honum bardaginn. Eg vil því gera tilraun til að lýsa leikn-
um að því marki, að unnt ætti að vera að endurlífga hann ef ein-
hver kynni að fmna þörf hjá sér til þess. Þarna hef ég þó tekist það
verk á hendur sem ég er síst maðurinn til. Svo er og óvíst, að gam-
all Hólmvíkingur sé réttastur til að minna á þennan leik, sem ef-
laust var löngu fyrr og miklu betur leikinn víða annars staðar. Því
til viðbótar er, að enginn skrifaður stafur er, svo að ég viti, til um
reglur leiksins og uppruna og hálf öld er síðan ég tók þátt í hon-
um sjálfur. Allar lýsingar rnínar hljóta að miðast við það eitt, sem
á Hólmavík var títt og aðstæðurnar eins og þær voru þar. I aðrar
smiðjur get ég ekki leitað. Margt smátt er sjálfsagt gleymt og ann-
1 Eftir að þetta var ritað birtist grein Sigurgeirs Magnússonar í Strandapóstinum, 28.
árg.
132