Morgunblaðið - 03.09.2021, Page 2

Morgunblaðið - 03.09.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Götuskór úr mjúku leðri Reimaður að framan Rennilás að innanverðu Grófur stamur sóli SMÁRALIND www.skornir.is Netverslun skornir.is Verð 19.995 Stærðir 36-41 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Vel væri hægt að stytta bið þessa fólks eftir þjónustu hjá heyrnar- fræðingum hér á landi með skipu- lagsbreytingum og auknu samstarfi milli ríkisins og einkaaðila, að sögn Ellisifjar Katrínar Björnsdóttur, heyrnarfræðings hjá Heyrn ehf. Töluverð bið getur verið fyrir full- orðna eftir tíma hjá heyrnarfræðing- um hér á landi. Frá þessu greindi Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir hjá Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið 16. ágúst sl. Biðin skýrist að hluta af skorti á sérfræð- ingum í faginu þar sem heyrnar- fræði er ekki kennd hér á landi og að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa starfað við fagið hér fram að þessu hafi farið fyrr heim en ella í kórónuveiru- faraldrinum, að sögn hennar. Þá segir Ingibjörg einnig að há- skólinn telji sig ekki geta hafið kennslu í heyrnarfræði hér á landi þrátt fyrir endurteknar viðræður um mikilvægi þess. Ellisif bendir á að fólk geti leitað eftir endurhæfingu til einkastofa sem bjóða upp á styttri bið eftir heyrnarþjónustu. „Heyrnar- og talmeinastöðin er með tvíþætta þjónustu, eina fyrir al- menning og aðra fyrir sérhæfðan hóp sem þarf þjónustu strax og fær 80% endurgreiðslu á heyrnartækj- um,“ segir hún. „En svo er það almenningur sem er í miklum meirihluta sem ekki fell- ur undir sérhæfða hópinn og fer í röðina og lengir þannig bið þeirra sem þurfa á bráðri þjónustu að halda. Hinn almenni borgari sem er yfir 18 ára og er ekki í sérhæfða hópnum fær hundrað þúsund krónur endurgreiddar af pari af heyrnar- tækjum á fjögurra ára fresti frá Sjúkratryggingum Íslands þegar hann kaupir heyrnartæki af viður- kenndum löggiltum heyrnarfræð- ingi.“ Rekstrarleyfishöfum á heyrnar- þjónustu ber að vísa þeim sem grein- ast með heyrnarskerðingu á betra eyra yfir 70 dB til frekari endurhæf- ingar hjá HTÍ og geta þeir einstak- lingar ekki leitað til einkaaðila eftir þeirri sérhæfðu þjónustu. Til að stytta bið þessa stóra hóps væri þó hægt að beina þeim sem ekki þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda til einkaaðila og stytta þar með bið- ina hjá HTÍ, að sögn Ellisifjar. „Rétt væri að leiðrétta þennan misskilning að það sé svona löng bið eftir tíma hjá löggiltum heyrnar- fræðingum og upplýsa frekar al- menning um að hann hafi val um leita til fleiri þjónustuaðila og komist þá mun fyrr að á meðan sérhæfði hópurinn leiti til sérfræðingateymis HTÍ enda hafa þau ekki völ á öðru.“ Aukið samstarf gæti stytt biðina - Upplýsa megi almenning um að hann hafi meira val um þjónustuaðila - Sérfræðinga skortir hér Ellisif Katrín Björnsdóttir Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hóf starfsár sitt hátíðlega í gær við Elliðaárstöð. Birna Bragadóttir, for- stöðukona Elliðaárstöðvar og for- maður stjórnar Hönnunarsjóðs Ís- lands, tók á móti hópnum og fór hún meðal annars yfir þá upp- byggingu sem á sér stað í daln- um. Þá hélt Sigríður Hrund Péturs- dóttir, formaður FKA, einnig stutt opnunarávarp. Léttar veitingar voru í boði og bauðst gestum tækifæri til að skoða Rafstöðina á aldarafmæli rafmagnsframleiðslu þar. Meðal annarra dagskrárliða voru lopa- peysukeppni og upplifunarganga í Elliðaárhólmanum þar sem hönnunarinnsetningar voru skoð- aðar. 70 ár eru nú liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Elliðaárdalnum af starfsfólki Orkuveitunnar. hmr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hófu starfs- árið í Elliða- árdalnum Smit kom upp hjá einum skipverja um borð í flutningaskipi Eimskips, Dettifossi. Skipið kom til hafnar á þriðjudag í Reykjavík eftir siglingu frá Grænlandi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð og öll áhöfn sem um borð var fór í sóttkví í landi. Skipið var þrifið og ný áhöfn tók við og hélt skipið því áfram sinni áætlun á miðvikudag. „Það kemur upp grunur um smit, maðurinn fer síðan í próf þegar kom- ið er í höfn og reynist vera smitaður þannig að áhöfnin sem var um borð fór bara í sóttkví, skipt var um áhöfn og skipið þrifið,“ segir Edda Rut Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Eimskips. Edda segir það auðvitað hafa verið áfall að þetta komi upp en að miðað við ástandið í dag sé þetta viðbúið. „Þrátt fyrir að við gerum miklar varúðarráðstafanir í kringum þetta allt saman þá getur þetta kom- ið upp. Við vorum með okkar við- bragðsáætlun tilbúna og gengum bara í það.“ Smit kom upp um borð í Dettifossi - Skipið þrifið og skipt um áhöfn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Dettifoss Viðbragðsáætlun Eimskips var virkjuð eftir að smitið kom upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.