Morgunblaðið - 03.09.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
3. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.0
Sterlingspund 173.57
Kanadadalur 100.12
Dönsk króna 20.037
Norsk króna 14.52
Sænsk króna 14.616
Svissn. franki 137.42
Japanskt jen 1.1431
SDR 179.37
Evra 149.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.7877
« Hrein staða þjóðarbúsins sem hlut-
fall af landsframleiðslu var 36,6% við
lok annars ársfjórðungs. Batnaði stað-
an talsvert frá lokum fyrsta ársfjórð-
ungs þegar staðan var 34,1%. Hrein
staða þjóðarbúsins var 1.120 millj-
arðar króna og hefur aldrei í sögunni
verið betri. Þannig voru erlendar eignir
4.566 milljarðar króna en erlendar
skuldir alls um 3.445 milljarðar.
Kemur þetta fram í nýbirtum þjóð-
hagsútreikningum Seðlabanka Íslands.
Af erlendum eignum var mest bundið í
verðbréfum eða 2.378 milljarðar og þá
var gjaldeyrisforðinn 856 milljarðar.
Bein fjárfesting nam 780 milljörðum
og önnur fjárfesting 544 milljörðum.
Af skuldunum vógu verðbréf þyngst
eða 1.564 milljörðum króna, bein fjár-
festing 1.002 milljörðum og önnur fjár-
festing 868 milljörðum. Afleiður stóðu
undir 12 milljörðum af erlendum skuld-
um.
Það sem helst hafði áhrif til bættrar
erlendrar stöðu milli fjórðunga var að
virði eigna hækkaði um 78 milljarða
vegna gengis- og verðbreytinga og
skulda um 1 milljarð. Hrein fjár-
magnsviðskipti bættu erlenda stöðu
um 16 milljarða en erlendar eignir
hækkuðu um 15 milljarða vegna fjár-
magnsviðskipta en skuldir lækkuðu um
2 milljarða. Verð á erlendum mörk-
uðum hækkaði um 8% milli fjórðunga
og verð á bréfum á innlendum hluta-
bréfamarkaði um 9,4%. Gengi krón-
unnar hækkaði um 1,5% miðað við
gengisskráningarvog.
Erlendar eignir þjóð-
arbúsins aldrei meiri
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Rekstrarafkoma Orkusölunnar, sem
er dótturfyrirtæki RARIK, versnar
talsvert milli ára ef marka má
árshlutareikning móðurfélagsins sem
nú hefur verið birtur. Þar má sjá að
tekjur Orkusölunnar námu tæpum
2,4 milljörðum á fyrri hluta ársins
(nefnt Raforkusala undir starfsþátta-
yfirliti RARIK) en nam rúmum 2,9
milljörðum króna yfir sama tímabil í
fyrra.
Samdráttinn má að stórum hluta
rekja til þess að RARIK var með úr-
skurði kærunefndar útboðsmála
skikkað gegn eigin vilja til að ráðast í
útboð á raforkukaupum vegna svo-
kallaðs dreifitaps sem verður í öllum
kerfum þeirra fyrirtækja sem hafa
með raforkuflutning að ræða.
Innri salan skreppur saman
Í reikningum RARIK eru kaup
fyrirtækisins frá dótturfélaginu,
Orkusölunni, merkt sérstaklega sem
„innri sala“ og námu kaupin 350 millj-
ónum króna á fyrri hluta síðasta árs
en aðeins 48 milljónum króna á fyrstu
sex mánuðum þessa árs.
Stærstan hluta samdráttarins má
rekja til þess að í útboði sem RARIK
réðist í á síðastliðnu ári varð Orka
náttúrunnar hlutskörpust þegar kom
að sölu á orku til að mæta fyrrnefndu
orkutapi í dreifikerfinu.
Þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir
og ljóst að ON hefði boðið betur en
Orkusalan og aðrir þátttakendur í út-
boðinu sagði í frétt á vef RARIK að
tilboð ON hefði falið í sér 4,08 kr./
kWst. og að miðað væri við að við-
skiptin fælu í sér afhendingu orku
sem næmi 80 GWst/ári. Gróflega má
því áætla að heildarkaupin nemi 330
milljónum á ári, þótt töpin í kerfum
RARIK geti samkvæmt heimildum
numið á bilinu 50 til 100 GWst/ári.
Samkvæmt upplýsingum frá RARIK
má þó ekki rekja allan samdráttinn í
„innri sölu“ til þess að ON reyndist
hlutskarpast í dreifitöpum. Þannig
hafi breytingar einnig orðið á starf-
semi fyrirtækisins á Höfn í Horna-
firði þar sem hitaveita var tekin í
notkun í stað raf- og olíukyndingar
sem leiddi óhjákvæmilega til raforku-
viðskipta innan fyrirtækisins.
Samdráttur í almennum tekjum
Í árshlutareikningi RARIK má
einnig lesa að tekjur frá öðrum við-
skiptamönnum en móðurfélaginu hafi
dregist talsvert saman hjá Orkusöl-
unni. Þannig námu tekjur af þeim
hluta starfseminnar 2.594 milljónum
á fyrri árshelmingi 2020 en 2.314
milljónum í ár.
Allt leiðir þetta til þess að rekstr-
arafkoma Orkusölunnar reynist já-
kvæð um 260,5 milljónir á fyrstu sex
mánuðum þessa árs en var 459,5
milljónir í fyrra. Jafngildir það 43%
samdrætti.
Útboðið reynist högg
á tekjur Orkusölunnar
Morgunblaðið/Einar Falur
Raforkusala Kærunefnd útboðsmála þvingaði RARIK í útboð í fyrra.
- Rarik var þvingað til að bjóða orkukaup út - Dótturfélag missir spón úr aski
Tekjumyndun hjá RARIK Heimild: Árshlutareikningur RARIK
Fyrri árshelmingur 2021 Raforkudreifing Raforkusala Annað Samtals
Tekjur frá viðskiptamönnum 5.057.453 2.313.964 835.7 8.207.117
Innri sala 7.515 47.995 75.016 130.526
Tekjur samtals 5.064.968 2.361.959 910.716 8.337.643
Rekstrarafkoma starfsþátta 1.196.809 260.505 -350.041 1.107.273
Fyrri árshelmingur 2020 Raforkudreifing Raforkusala Annað Samtals
Tekjur frá viðskiptamönnum 4.702.081 2.593.926 874.203 8.170.210
Innri sala 6.163 349.460 83.397 439.02
Tekjur samtals 4.708.244 2.943.386 957.600 8.609.230
Rekstrarafkoma starfsþátta 872.452 459.525 -292.86 1.039.117
Allar fjárhæðir í þúsundum króna
ON eykur umsvifin
» Á sama tíma og samdráttur
verður hjá RARIK reynist vöxt-
ur hjá ON.
» Samkvæmt árshlutareikn-
ingi OR námu tekjur frá þriðja
aðila af orkusölu og fram-
leiðslu 7,9 milljörðum á fyrri
hluta árs.
» Hækkar sá liður í reikn-
ingnum um rúmar 900 millj-
ónir.
» Má gera ráð fyrir að útboð
RARIK eigi þar hlut að máli.
Skeljungur hefur gengið til einkavið-
ræðna við Sp/f Orkufelagið í Færeyj-
um um sölu á dótturfélagi sínu þar í
landi, P/F Magn. Samkvæmt tilkynn-
ingu til Kauphallarinnar nemur sölu-
verðmætið um 12,4 milljörðum og að
teknu tilliti til yfirtöku skulda er salan
metin á 10 milljarða. Er það 6,3 millj-
örðum hærri fjárhæð en bókfært virði
félagsins. Sp/f Orkufelagið var stofn-
að í febrúar síðastliðnum af Ben
Arabo, Teiti Nolsøe Poulsen og
Tommy Næs Djurhuus. Þar er ekki
um nýgræðinga í orkugeiranum að
ræða. Arabo var stjórnarformaður
Atlantic Petroleum um nokkurra ára
skeið og er nú stjórnarformaður
BankNordik. Poulsen er fjármála-
stjóri Lundin Energy og starfaði áður
hjá Det Norsk Oljeselskap ASA.
Djurhuus er hins vegar forstjóri og
eigandi viðskiptaferðaskrifstofunnar
Alpha Travel Int.
Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um
7,4% í viðskiptum gærdagsins í kjöl-
far þess að tilkynnt var um söluferlið.
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Olíufélag Skeljungur er skráður í Kauphöll Íslands og er markaðsvirði
fyrirtækisins 25,2 milljarðar króna og hefur hækkað um 45% á árinu.
Nýtt félag vill
kaupa P/F Magn
- Verðmiðinn sagður 10 milljarðar kr.