Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 31
ið yrði það eftir mistök í vörn ís- lenska liðsins. Arnar Þór Viðarsson þjálfari hef- ur vafalaust verið pirraður að fá á sig mark strax í upphafi síðari hálf- leiks en markið kom nánast upp úr engu. Smá sofandaháttur í vörninni og menn horfðu á boltann í stað þess að fylgja sínum manni. Íslenska liðið virkaði slegið að fá á sig mark og það var eins og liðið hefði aðeins misst trúna á verkefnið eftir að það lenti undir. Á sama tíma pökkuðu Rúmenar í vörn eftir að þeir komust yfir og nýttu hvert tæki- færi sem gafst til þess að tefja og taka mínútur af klukkunni með því að liggja vel og lengi í grasinu við minnstu snertingu. Íslenska liðið vantaði sköpunar- gáfu til þess að brjóta þéttan varn- armúr Rúmena á bak aftur og þegar boltinn barst inn í teiginn voru menn einfaldlega ekki mættir í nægilega góðar stöður til þess að gera sér mat úr því. Þá voru varnarmenn liðsins ekki nægilega sannfærandi þegar liðið tapaði boltanum ofarlega á vellinum og þeir virkuðu of stressaðir á stórum köflum í síðari hálfleik. Annað markið drap svo leikinn al- veg og sú litla trú sem eftir var í ís- lenska liðinu hvarf alveg um leið og boltinn söng í netinu þegar sjö mín- útur voru eftir af leiknum Liðið saknaði klárlega sinna reynslumestu manna sem hefðu get- að dregið vagninn áfram þrátt fyrir mótbyr. Þá vantaði einhvern inn á völlinn til þess að berja trú í liðið í síðari hálfleik. Varamenn liðsins áttu einnig ágætis spretti en þeim tókst ekki að hafa þau áhrif á leikinn sem Arnar Þór vildi eflaust sjá frá þeim. Erfið staða í riðlinum Eftir tap gærdagsins er íslenska liðið í mjög erfiðri stöðu í riðlinum með 3 stig í fimmta og næstneðsta sætinu eftir fjórar umferðir. Takist liðinu að vinna bæði Norð- ur-Makedóníu 5. september og Þýskaland hinn 8. september í næstu tveimur leikjum á Laugar- dalsvelli er liðið aftur komið í bar- áttuna um sæti á HM en það er fátt sem bendir til þess að Ísland sé að fara að leggja bæði þessi lið að velli miðað við spilamennsku gærdags- ins. Leiðin til Katar virðist því ófær en það skal þó aldrei afskrifa ís- lenska karlalandsliðið enda hafa þeir sýnt það í gegnum tíðina að þeir eru oft bestir þegar mest á reynir. Á sama tíma vantar marga leik- menn sem þekkja þá stöðu ansi vel að vera með bakið upp við vegg og það er helsta áhyggjuefni Arnars Þórs Viðarssonar og þjálfarateym- isins. eftir slæmt tap Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍÞRÓTTIR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 _ Svíar urðu í gærkvöld fyrstir til að sigra Spánverja í undankeppni heims- meistaramóts karla í fótbolta í 28 ár. Viktor Claesson skoraði sigurmark Svía, 2:1, í Stokkhólmi og þar með tap- aði Spánn í fyrsta skipti á þessum vettvangi frá því í leik gegn Dönum á Parken árið 1993. _ Evrópumeistarar Ítala máttu sætta sig við jafntefli, 1:1, við Búlgari á heimavelli sínum í Firenze í undan- keppni HM í gærkvöld. Federico Chiesa kom Ítölum yfir á 16. mínútu en Atanas Iliev jafnaði fyrir Búlgara rétt fyrir hlé og þeir héldu fengnum hlut í seinni hálfleiknum. _ Aron Sigurðarson skoraði í gær sín fyrstu mörk fyrir Horsens en hann kom til danska knattspyrnuliðsins frá Royal Union í Belgíu í ágúst. Aron skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk þegar Horsens, sem leikur í B- deildinni, sigraði Varde á útivelli, 8:0, í annarri umferð dönsku bikarkeppn- innar. _ Granit Xhaka, fyrirliði svissneska landsliðsins og leikmaður Arsenal, er sýktur af kórónuveirunni. Viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar í því sambandi en Svisslendingar leika landsleiki þessa dagana eins og aðrar Evrópuþjóðir. Xhaka er því úr leik þeg- ar Sviss mætir Evrópumeisturunum frá Ítalíu og liði N-Írlands. _ Lisa Adams frá Nýja-Sjálandi sigr- aði í kúluvarpi í flokki F37 á Ólympíu- móti fatlaðra, Paralympics, í Tókýó. Er hún systir Valerie Adams sem fékk bronsverðlaun í kúluvarpi á dögunum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Valerie fékk þar verðlaun á fjórðu leikunum í röð og er fyrir löngu orðin þekkt fyrir afrek sín. Þær Lisa og Valerie eiga auk þess bróður sem leikið hefur í átta ár í NBA-deildinni í körfuknattleik, Steven Adams, og má því segja að systkinin hafi öll komist í fremstu röð. _ Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er í úrvalsliði sjöundu um- ferðar í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu hjá TV3 Sport í Danmörku. Stefán lagði upp bæði mörk Silkeborg þegar liðið vann Randers, 2:1, í deild- inni um síðustu helgi. _ Leikjahæsti leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, Gunnar Einarsson, hefur ákveðið að taka fram skóna í vetur og leika með Þrótti í Vogum. Gunnar er 44 ára gamall en verður á ferðinni í 2. deildinni í vetur sam- kvæmt Körfunni.is. Gunnar varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. _ Elín Jóna Þorsteinsdóttir, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, lék í fyrrakvöld fyrsta mótsleik sinn fyrir Ringkøbing í úrvalsdeildinni í Dan- mörku. Danska deildin fór þá af stað en Ringkøbing mátti sætta sig við tap gegn Randers á heimavelli í fyrstu um- ferðinni, 31:26. Elín Jóna, sem lék með Vendsyssel í sömu deild síðasta vetur, komst þó vel frá sínu hlutverki og varði 14 skot í markinu. Var hún með 33% markvörslu. Eitt ogannað Hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Har- aldsson nýtti tækifærið heldur betur vel þegar honum var skipt inn á sem varamanni strax á 5. mínútu í Brest í Hvíta-Rússlandi í gær. U21 árs lands- liðið í knattspyrnu var þangað mætt til að glíma við Hvít-Rússa í fyrsta leik sínum í nýrri undankeppni EM. Skiptingin kom ekki til af góðu því fyrirliðinn Brynjólfur Willumsson þurfti að fara af leikvelli. Ekki tók það Hákon nema kortér að koma Íslandi yfir og hann bætti við marki á 53. mínútu. Ísland var þá komið í góða stöðu og ekki kom að sök þótt Aleks- andr Shestjuk tækist að skora fyrir Hvíta-Rússland á 70. mínútu. Ísland lék fyrr á þessu ári í loka- keppni EM U21 árs liða í annað skiptið í sögunni og liðið hóf nú und- ankeppni með því að ná í þrjú stig á útivelli. Í undanriðli 4 eru einnig Grikkland, Kýpur, Portúgal og Liechtenstein. Bræður tóku þátt í leiknum fyrir Íslands hönd. Hinn 17 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrj- unarliðinu og Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á eftir 69 mínútur. kris@mbl.is Ljósmynd/Szilvia Micheller Sigur Davíð Snorri Jónasson þjálfari fagnaði sigri í gær en Brynjólfur Will- umsson fyrirliði 21-árs liðsins fór meiddur af velli snemma leiks í Brest. Hákon Arnar nýtti tækifærið vel - Ísland fékk þrjú stig í Hvíta-Rússlandi „Ég er hundfúll og við erum það all- ir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi ís- lenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal eftir 0:2-tap gegn Rúm- eníu í J-riðli undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær. „Það var algjör óþarfi að tapa þessu, sérstaklega eftir góðan fyrri hálfleik. Hann var ekki frábær en hann var mjög góður. Ég er stoltur af strákunum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við sköpuðum þrjú til fjögur góð færi og fengum fleiri tækifæri til að skapa ennþá meira. Svo er slökkt á okkur í byrjun seinni og það er ekki í boði á þessu stigi. Þegar þú ert kominn í þessa leiki, þá þarf að vera kveikt á öllum í 90 mínútur plús. Þeir tóku innkast fljótt og við sett- um ekki pressu á boltann. Eitt af okkar gildum er að gefa ekki mörk en við gáfum þeim mark. Við verð- um að læra af því. Fyrstu 20-25 eftir það voru í lagi, við stjórnuðum leikn- um og fengum góð færi. Það voru augnablik í þessar 20 mínútur,“ bætti Arnar við. Þjálfarinn segir margt hafa farið úrskeiðis í leiknum en á sama tíma var hann ánægður með ýmislegt. „Ég var ekki ánægður með há- pressuna. Við ætluðum að pressa hátt en náðum því ekki. Andstæð- ingurinn spilaði aðeins öðruvísi en við vorum búnir að greina. Við leið- réttum það í hálfleik. Ég var rosa- lega ánægður með hvernig við vor- um að færa boltann og færin sem við sköpuðum okkur voru eitthvað sem við vorum búnir að æfa. Við vildum koma inn með krossana og þannig fær Viðar sín færi,“ bætti landsliðs- þjálfarinn við á blaðamannafundi ís- lenska liðsins í Laugardalnum í gær. Algjör óþarfi að tapa þess- um leik „Í mínum draumaheimi þá meiddist ég aldrei,“ sagði Eygló Ósk Gúst- arfsdóttir, margfaldur Íslands- meistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. Eygló, sem er 26 ára gömul, lagði sundhettuna á hilluna í júní á síð- asta ári en hún hefur verið að glíma við meiðsli í mjóbaki frá árinu 2017 sem urðu að lokum til þess að hún ákvað að hætta keppni. Eygló var kjörin íþróttamaður ársins 2015 en hún vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistara- mótinu í Netanya í Ísrael í desem- ber 2015, í 100 m baksundi og 200 m baksundi, og varð um leið fyrst íslenskra kvenna til þess að komast á verðlaunapall á Evrópumeistara- móti í 25 metra laug. Þá hafnaði hún í 8. sæti á Ólymp- íuleikunum í Tókýó 2016 í 200 metra baksundi. „Ég ætlaði mér á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 og markmiðið var að komast á pall þar,“ sagði Eygló. „Ég var í frábærri stöðu á heims- vísu og hefði klárlega getað náð ennþá lengra. Þar liggur mesta eft- irsjáin. Meiðslin höfðu það mikil áhrif á mig að ég komst aldrei aftur á þann stað sem ég var komin á. Ég var bara með það háleit markmið að það dugði mér ekki að fara á öll heimsmeistara- og Evrópumeistaramótin bara til að vera með ef svo má segja,“ sagði Eygló meðal annars. Hefði getað náð ennþá lengra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vonbrigði Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlaði að fara á ÓL í Tókýó. ÍSLAND – RÚMENÍA 0:2 0:1 Dennis Man 47. eftir fyrirgjöf frá vinstri. 0:2 Nicole Stanciu 83. eftir skyndisókn Rúmena. Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rún- arsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson. Miðja: Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson, Andri Fannar Baldurs- son (Ísak Bergmann Jóhannesson 66). Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Við- ar Örn Kjartansson (Jón Dagur Þor- steinsson 66), Albert Guðmundsson (Andri Lucas Guðjohnsen 79). M Birkir Már Sævarsson Jóhann Berg Guðmundsson Birkir Bjarnason Brynjar Ingi Bjarnason Viðar Örn Kjartansson Gul spjöld: Nedelcu 8., Chiriches 37., Nita 77., Hagi 85., Jón Dagur 85., Ísak Bergmann 90. Dómari: Aleksei Kulbakov, Hvíta-Rúss- landi. Áhorfendur: 1.961. _ Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason léku báðir sinn 99. A-lands- leik og geta því spilað 100. leikinn þegar Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudaginn. _ Jóhann Berg Guðmundsson var fyr- irliði íslenska liðsins og lék sinn 80. landsleik. _ Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og lék sinn fyrsta A- landsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.