Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 6
Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSH með Covid-19 frá áramótum 150 125 100 75 50 25 0 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 178 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 223 eru í skimunarsóttkví 1.353 erumeð virkt smit og í einangrun 2.130 einstaklingar eru í sóttkví 18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu 178 154 32 18 137 14.935 smit hafa verið stað- fest, 509 innlagnir á sjúkrahús, þar af 90 á gjörgæslu 1,16 milljón sýni hafa verið tekin 34 einstaklingar eru látnir, þar af 80% 70 ára og eldri Heildartölur frá 28. febrúar 2020 Innanlandssýni 60% Landamærasýni 1 Landamærasýni 2 89% landsmanna 12 ára og eldri eru fullbólusettir 283.301 einstaklingur hefur fengið að minnsta kosti einn skammt Heimild: LSH og covid.is kl. 13.00 í gær Staðfest smit 7 daga meðaltal Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSH með staðfest Covid-19 smit Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er óhætt að segja að staðan á spítalanum er þung. Álag á bráða- móttöku er mikið og flæði sjúklinga um þjónustuna hjá okkur er hægt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítal- ans. Metfjöldi kórónuveirusmita greindist innanlands í fyrradag, 178 talsins. Áður höfðu mest greinst 168 smit innanlands. Af þeim sem greindust smitaðir voru 87 í sóttkví við greiningu, 72 voru óbólusettir og bólusetning var hafin hjá tveimur. Fimmtán smit greindust á landa- mærunum. Átján voru á sjúkrahúsi af völdum kórónuveirunnar í gær, þar af fjórir á gjörgæslu. Þá voru 1.157 í einangrun og 2.410 í sóttkví. Í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala í gær var lýst þungum áhyggjum af út- breiðslu smita víða um land. Már segir í sam- tali við Morgun- blaðið að auk fjölda smita sem greinst hafi und- anfarið séu fleiri áhyggjuefni sem glíma þarf við. Þar með talið er að smit kom upp á geð- deild spítalans og starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví í kjölfarið. Þá var sjúklingur fluttur frá Norðaust- urlandi og lagður inn á spítalann. „Það kann að koma til fleiri flutn- inga. Þetta er dálítið snúin staða,“ segir Már. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur verið brugð- ist vel við óskum um liðsinni við út- hringingar, meðal annars af hópi hjúkrunarfræðinga á Akureyri. „Við höfum í raun sent út ákall héðan frá spítalanum til bæði lækna og hjúkr- unarfólks um að skrá sig í bakvarða- sveitina og koma til aðstoðar,“ segir Már. Hann kveðst óttast að ástandið lagist ekki alveg á næstunni. „Um- fang smita í samfélaginu er greini- lega miklu meira en maður óttaðist. Ég held að við munum þurfa að bíta úr nálinni með þetta og smit verði 150-200 á dag næstu daga áður en og ef þessar aðgerðir sem nú tóku gildi hafa áhrif. Þetta verður mjög þungt fyrir kerfið okkar.“ Samskipti verði rafræn Yfirlæknirinn segir að reynt verði að bregðast við stöðunni með því að einfalda boðleiðir og reyna að koma í veg fyrir innlagnir á spítalann. „Það er mjög tímafrekt að hringja í hvern og einn og það hefur sýnt sig að það er umfram getu okkur. Því ætlum við að reyna að haga samskiptum sem mest á rafrænan hátt til að gera þau skilvirkari. Hins vegar ætlum við að reyna að flokka einstaklinga, einkum og sér í lagi þá fullorðnu, og notast við snemmíhlutun með það að markmiði að koma í veg fyrir inn- lagnir,“ segir hann og bætir við að sú flokkun snúi að fólki með tiltekna undirliggjandi sjúkdóma, á tiltekn- um aldri, einstaklinga sem eru óbólusettir eða eru á lyfjum sem gera ónæmisviðbrögð daprari en ætla má. „Við erum að stilla upp áhættu- greini núna, við ætlum að setja upp algóriþma til að finna þetta fólk. Þá ætlum við að mæla það og eftir at- vikum gefa því mótefni.“ Samskipti verði rafræn og snemmíhlutun beitt - Þung staða á Landspítalanum - Nýjum aðferðum beitt til að ráða við álagið Már Kristjánsson 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi hafa mikla reynslu af skíðaferðum og ævintýrum enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:117.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Frá í maí sl. hafa um 5.500 manns komið til rannsóknarstofunnar Sam- eindar í Reykjavík í mælingu á mót- efnum gegn SARS-CoV-2, broddpróteini veirunnar sem veldur Covid-19. Ekki er þó vitað nákvæm- lega hvaða magn mótefna veitir örugga vörn. „Vísindamenn eru sammála um að þeim mun meira sem magn mót- efna er því betri er vörnin. Einnig má ætla að bólusetning hafi ekki tekist eins og skyldi ef engin mót- efni mælast,“ segir Sturla Ar- inbjarnarson hjá Sameind. Þau próf sem mest eru notuð í dag mæla samtímis mótefni af gerðinni IgA, IgM, og IgG. Frumniðurstöður rannsókna hafa sýnt að eftir bólu- setningu gegn SARS-CoV-2 veir- unni ná sérhæfðar frumur að mynda hlutleysandi IgA-mótefni í slímhúð í nefkoki sem kemur í veg fyrir að veiran nái þar festu. „Gallinn er sá að þessi mótefni eru skammlíf og styrkur þeirra minnkar um helming á þremur til fjórum mánuðum. Að þeim tíma liðnum eru það IgG-mótefnin sem verja okkur en þau koma ekki í veg fyrir ein- kennalausa smitbera,“ segir Sturla. Styrkur IgG-mótefnis lækkar um helming á 3-4 mánuðum tiltekur Sturla sem hvetur fólk almennt til að mæta í þriðju bólusetninguna gegn Covid-19. Af þeim 5.500 manna hópi sem hefur komið til Sameindar í mæl- ingu hefur aðeins um 2% ekki reynst með nein mótefni gegn kórónuveir- unni; oftast fólk á ónæmisbælandi lyfjum. „Ég ráðlegg fólk sem mælist með lág gildi mótefna að gæta ýtrustu varúðar fram yfir þriðju bólusetn- ingu,“ segir Sturla. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vísindi Sturla Orri Arinbjarnarson læknir og stjórnandi Sameindar. 5.500 mót- efnamældir ESA, eftirlitsstofnun EFTA, segir að reglur um leigubílaleyfi hér á landi séu ekki í samræmi við EES- samninginn, sem Ísland á aðild að. Í tilkynningu frá stofnuninni sem birtist á vef hennar í gær seg- ir að núverandi fyrirkomulag er snýr að leyfisveitingu fyrir leigu- bílastarfsemi sé samkeppnisletj- andi og takmarkandi fyrir nýsköp- un, sem aftur leiði til hærra verðs fyrir neytendur. Í rökstuddu áliti sínu kemst ESA að þeirri niðurstöðu að lög- gjöfin sem um ræðir feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfestu- rétti samkvæmt 31. grein EES- samningsins. Ríkið ekki hreyft mótmælum „Takmarkanir á staðfesturétti eru einungis lögmætar þegar þær eru réttlætanlegar vegna brýnna almannahagsmuna. ESA bendir á að íslensk stjórnvöld hafi hvorki lagt fram rökstuðning fyrir tak- mörkuninni á staðfesturétti á leigubifreiðamarkaðnum né gert viðeigandi ráðstafanir til að af- nema þessar takmarkanir. Enn fremur hefur íslenska ríkið ekki hreyft mótmælum við því að nú- gildandi löggjöf um leigubílaþjón- ustu sé ekki í samræmi við EES- reglur,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ESA hafi sent formlega viðvörun til ís- lenskra stjórnvalda í janúar síðast- liðnum, og sé núna að stíga næsta skref með birtingu rökstudda álitsins. Segir í lokaorðum tilkynn- ingarinnar, að bregðist stjórnvöld ekki við innan tveggja mánaða, gæti ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Strangar reglur leiði til hærra verðs - ESA gagnrýnir leigubílaleyfiskerfi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leigubíll ESA segir að reglur um veitingu leigubílaleyfa séu ekki í samræmi við EES-samninginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.