Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 10
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstikaupstaður eru einstakt svæði þar sem varðveist hefur fjöldi húsa frá fyrstu árum þéttbýlismyndunar á Íslandi. Svæðið er jafnframt nátengt hjarta Ísafjarðar og mikilvægur hluti miðsvæðis bæjarins. Kemur þetta fram í tillögu að verndarsvæði í byggð sem bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt að auglýsa. Starfshópur hefur síðustu ár unnið að gerð tillögu um að gera gömlu kaupstaðina á Eyrinni á Ísafirði, Neðstakaupstað, Miðkaupstað og Hæstakaupstað, að verndarsvæði í byggð. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hef- ur unnið að tillögunni með starfshópi heimafólks og styrkir fengist úr húsafriðunarsjóði. Húsakönnun var uppfærð sem liður í tillögugerðinni. Nokkur slík svæði hafa verið skil- greind og staðfest af ráðherra. Flatey á Breiðafirði, gömlu byggðirnar á Djúpavogi, Hofsósi, Sauðárkróki og Vík í Mýrdal og Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, svo dæmi séu nefnd. Ómetanlegt sögulegt gildi Ísafjörður er einn af elstu kaup- stöðum landsins og þar hafa varðveist samstæðar heildir bygginga sem eru með þeim elstu á landinu. Í rökstuðn- ingi með tillögunni segir að svipmót gömlu byggðarinnar á Eyrinni hafi jafnframt ómetanlegt sögulegt gildi sem vitnisburður um mótandi strauma í þéttbýlismyndun á Íslandi. Verndarsvæðið tekur til „fæðingar- staðar“ þéttbýlisins með kaupstöð- unum þremur og elstu byggðarinnar sem út frá þeim sprettur allt frá mið- biki 18. aldar. Varðveislugildi byggðarinnar er metið hátt út frá gildi byggingar- listar, menningarsögu, umhverfis, uppruna og ástands. Í tillögunni er rætt um að byggðin á Eyrinni hafi varðveist sem dýrmætur fjársjóður fyrir Ísfirðinga. Íbúum og hagsmunaaðilum gefst nú kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir við tillöguna. Að loknum lagfæringum verður hún auglýst opinberlega í sex vikur og gefst aftur kostur á að gera at- hugasemdir. Að því búnu verður fullbúin tillaga lögð fyrir bæjarstjórn og væntanlega send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfest- ingar. Morgunblaðið/Ómar Neðstikaupstaður Verslunarhúsin setja svip sinn á gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri á Ísafirði. Dýrmætur fjársjóður varðveittur á Eyrinni - Auglýst tillaga um verndarsvæði í byggð á Ísafirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hæstikaupstaður Sölubúðin hefur verið gerð upp af miklum metnaði. „Það er mjög gott að búa í Neðstakaupstað. Síðan ég flutti hefur orðið mikil breyting. Mjög rólegt var yfir vet- urinn en nú er líf allt árið. Aukin ferðamennska er á sumr- in og nú er svæðið orðið útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarð- ar, fólk kemur í göngutúra og siglingaklúbburinn er með aðstöðu í nágrenninu,“ segir Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, sem býr í Fak- torshúsinu í Neðstakaupstað. Jóna og Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt gerðu á sínum tíma húsakönnun fyrir alla Eyrina og tóku þátt í að upp- færa hana vegna vinnu við gerð tillögu að verndarsvæði í byggð. „Þetta var ánægjuleg og gefandi vinna. Gaf manni tækifæri til að bæta við þekkingu sína á einstökum húsum og hvernig bærinn hefur þróast,“ segir hún. Jóna segir að húsum á Ísafirði sé almennt vel við haldið og hafi orðið vakning á því sviði á síðustu árum. Þannig séu upprunalegu húsin í kaup- stöðunum þremur á Eyrinni komin í gott horf. Hver kaupstaður eigi sín upp- runalegu kaupmanns- og/eða verslunarhús. Faktorshúsið sem Jóna býr í er byggt árið 1765, þegar kaupmenn eða öllu heldur starfsmenn verslana fóru að hafa vetursetu í kaupstöðunum. Hún segir að við það hafi orðið breyting í uppbyggingu kaupstaðanna um allt land. Búið hefur verið í Faktorshúsinu með litlum hléum allan þennan tíma. Jónu finnst ekki þvingandi að búa í friðuðu húsi. Það sé friðað að utan og reynt sé eftir því sem hægt er að hafa allt sem upprunalegast inni. „Mér er alveg sama þótt ég sjái andlit ferðamanna á glugga á sumrin, það truflar mig ekki,“ segir hún. Sér oft andlit á glugga JÓNA SÍMONÍA BJARNADÓTTIR BÝR Í NEÐSTAKAUPSTAÐ Jóna Símonía Bjarnadóttir 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Ný sending af gæðarúmum frá Dupen B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR Tilboðs- dagar 20% afsláttur af völdum vörum LAXDAL ER Í LEIÐINNI – Laxdal.is Kjör starfsfólks á leikskólum í Hafnarfirði verða bætt á næstunni og ýmsu í starfsemi þeirra breytt, skv. ákvörðun sem kynnt var í gær. Á meðal aðgerða er að starfsfólk leikskóla fær 75% af- slátt af leikskólagjöldum vegna barna sinna og stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra hækkar um 20-35% til eflingar faglegu starfi. Hlunnindi og styrkir til leikskólastarfsmanna verða aukin, m.a. með hækkun á fastri yfir- vinnu til allra og bíla- og síma- styrk til stjórnenda, og hand- leiðsla og námskeið starfsfólks leikskóla verða efld. Þá verður komið á sveigjanlegum vistunar- tíma, sem skref í styttri dvalar- tíma barna „Með þessu viljum við svara kalli leikskólastarfsmanna, um- fram kjarasamninga,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Námssamningar og stuðningur við ófaglærða til að afla sér menntunar í faginu hafa verið meðal grunnstoða aðgerða Hafn- arfjarðar í leikskólamálum. Skort- ur á leikskólakennurum á lands- vísu kallar, að mati stjórnenda bæjarins, á róttækari aðgerðir og í áætlunum komandi árs leggur sveitarfélagið enn meiri áherslu á það atriði. Efla leikskóla í Hafnar- firði og bæta starfskjör Hafnarfjörður Líf og fjör í leikskól- unum sem stendur til að styrkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.