Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að er mjög erfitt að vera ekki lengur í kór þegar maður er vanur því öll menntaskólaárin. Þetta hefur svo mikið að gera með félags- lífið, að hitta vini sína og syngja sam- an. Við erum búin að vera saman í þessari kóraklíku alla skólagönguna og söngþörfin er knýjandi eftir að leiðir skilur við útskrift. Það göfgar og græðir að syngja saman og þess vegna gekk ég til liðs við þennan nýja kór,“ segir Stefán Nordal, nýút- skrifaður stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð og fyrrver- andi meðlimur skólakórs MH, en hann gerði sér lítið fyrir og samdi kórverk sem heitir Kvöldljóð og var frumflutt í lok október í Háteigs- kirkju af nýstofnuðum kór útskrif- aðra menntaskólanema. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar kórnum, en hann stjórnar einnig skólakór MH. „Það vill svo til að í þessum ný- stofnaða kór eru einvörðungu fyrr- verandi nemendur MH, en þetta hef- ur lengi verið í vinnslu að stofna kór fyrir þá sem eru útskrifaðir úr fram- haldsskóla, því það hefur vantað vettvang fyrir nýútskrifað fólk sem er með söngreynslu og vill syngja áfram. Þessi nýi kór er mjög vel heppnaður og við þurfum ekki að vera mjög mörg, við erum bara sautján núna í þessum nýja kór,“ segir Stefán, sem er líka í Hamra- hlíðarkórnum hjá Þorgerði Ingólfs- dóttur. Hreifst af texta langafa síns Þegar Stefán er spurður hvern- ig það hafi komið til að hann réðst í það verkefni að semja kórverk segir hann það hafa verið sjálfsprottið. „Þetta var algerlega mín hug- mynd, en þegar maður er að syngja í kór áttar maður sig svolítið á tón- smíðinni í tónlistinni og hjá mér vaknaði löngun til að gera eitthvað sjálfur. Ég var ekki með neitt ákveð- ið í huga en þegar ég fékk að gjöf ljóðabókina Úr landsuðri, eftir lang- afa minn, Jón Helgason, þá fann ég þar texta sem mér fannst hrífandi og heitir Kvöldljóð. Ég hugsaði með mér hvað það gæti verið flott að tjá þennan texta í tónlist, svo ég byrjaði að glamra á píanóið. Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti málað þennan texta í tónmáli og eins og með margt annað, ef maður leggur vinnu í það, þá tekst það að lokum.“ Stefán segir að vissulega hafi það verið krefjandi verkefni að setja saman heilt kórverk, en þar sem hann hefur lært á píanó frá því hann var sex ára, þá hefur hann kunn- áttuna til að spila allar raddirnar fjórar. „Mér fannst skemmtilega krefjandi að semja allar raddirnar og láta þær fléttast saman. Vissu- lega var það áskorun að skipta höfð- inu í fjóra hluta og hugsa hvað hver og einn gerir en ná um leið sam- hljómi þegar ég hefði lagt línurnar. Mér fannst þetta virkilega skemmtileg glíma.“ Frestunin varð til góðs Stefán fór með kórverkið sitt á sínum tíma fullskapað til stjórn- anda síns í MH-skólakórnum, Hreiðars Inga, og fékk góð við- brögð. „Ég sagði honum að ég hefði verið eitthvað að glamra og sýndi honum nóturnar og spilaði fyrir hann á píanóið og honum fannst það alveg ljómandi,“ segir Stefán og bætir við að hann hafi samið verkið fyrir einu og hálfu ári, þegar hann var aðeins átján ára. „Þetta hefur því legið lengi og fengið að malla, en það stóð til að flytja verkið í upphafi síðasta árs þegar ég var enn í skólakórnum. Við vorum búin að æfa það og planið var að frumflytja það í Færeyjum, en þá skall á covid svo ekkert varð úr kórferðinni þangað. Vissulega var svekkjandi að geta ekki flutt verkið og eftir það lá þetta í dvala hjá mér, en þegar Hreiðar vakti upp þennan nýja kór útskrifaðra menntskælinga, þá var hann voða spenntur og vildi endilega að við flyttum þetta kór- verk mitt á okkar fyrstu tónleikum. Ég hafði í raun svolítið sleppt takinu á þessu, og mér finnst mjög fallegt af honum að gefa mér þetta tækifæri,“ segir Stefán og bætir við að hann hafi örlítið betrumbætt tónverkið fyrir frumflutninginn nú í október. „Ég lagaði eitt og annað og Hreiðar benti mér líka á ýmislegt, það var mjög gott að hafa hann við hlið mér við að fínpússa þetta. Þegar við sungum þetta með skólakórnum þá þekkti enginn verkið, en núna þekkir kórinn verkið betur og fyrir vikið var auðveldara að keyra þetta í gang og gefa því meiri hraða. Frest- unin á frumflutningnum varð því á endanum fyrir bestu.“ Erum bara afi og barnabarn Í ljósi þess að Stefán sækir í kórverki sínu í eigin rann, í texta langafa síns Jóns Helgasonar og býr auk þess að Jóni Nordal afa sínum sem fyrirmynd í tónskáldi, er ekki úr vegi að spyrja hvort þetta sé í blóð- inu eða hvort fyrirmyndirnar hafi átt þátt í að hann lét vaða og samdi tón- verk aðeins 18 ára. „Þegar ég er með afa mínum, Jóni Nordal tónskáldi, þá talar hann ekkert um tónlistina sem hann sem- ur, við erum bara afi og barnabarn saman að spjalla. Aftur á móti þekki ég vel að syngja verk eftir hann í kórnum, til dæmis Smávinir fagrir, og fleiri verk, og auðvitað hef ég far- ið á tónleika þar sem verkin hans eru flutt. Fyrst og fremst er það mikil hvatning fyrir mig að búa að honum sem fyrirmynd og það er góður stökkpallur fyrir mig að fólk í kring- um mig sé á þessu sviði. Ég hugsaði ekkert meðvitað um að ég þyrfti að setja saman tónverk, mig langaði bara til þess, en kannski er þetta í blóðinu líka, hver veit. Ég er mjög heppinn að hafa afa minn og annað fólk í kringum mig sem gerir það að verkum að það er mjög aðgengilegt fyrir mig að fá heildarsýn á þetta.“ Stefán er núna að klára fram- haldspróf í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þegar hann er spurður hvort hann stefni á nám í tónsmíð- um, í ljósi þess að hann hefur samið heilt kórverk, segir hann að svo geti vel verið. „Ég er að bræða með mér hvort ég læri eitthvað tónlistartengt eða sviðstengt, sem reyndar speglar hvort annað, sviðsverk og tónverk. Ég er búinn að vera lengi í tónlistar- námi og langar líka að að læra meira tengt sviðslistum og sviðsleik, en mig langar líka að vinna í tónlistinni, því mun ég ekki hætta. Enda er ekk- ert mál að vinna á mörgum sviðum lista, þetta tengist allt, nú tekur fólk sér leyfi til að grufla í öllu samtímis og leyfa öllu að blandast saman, enda geta ólíkar listgreinar gengið saman hönd í hönd,“ segir Stefán sem er einn þeirra sem leika í sviðs- verkinu Heimsendingu sem sýnt er á Loftinu í Þjóðleikhúsinu, og fjallað er um hér framar í blaðinu. Tvítugt tónskáld stígur fram „Ég hugsaði með mér hvað það gæti verið flott að tjá þennan texta í tón- list, svo ég byrjaði að glamra á píanóið,“ segir Stefán Nordal sem samdi kórverk 18 ára gamall. Morgunblaðið/Eggert Við flygilinn heima Stefán Nordal hefur lært á píanó frá því hann var sex ára. Um næstu helgi, laugardag til sunnudag 13.-14. nóvember, hefst Haustsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, kl. 13.30. Sýnendur eru að þessu sinni tuttugu og þrír og þemað er frjálst. Fyrir vikið má búast við mikilli fjölbreytni. Sýningin er haldin í Gróskusalnum á annarri hæð við Garðatorg í Garðabæ. Í til- kynningu kemur fram að „í stað opnunarhófs við upphaf sýningar verði móttökuhóf fimmtudaginn 18. nóvember kl. 19-22, en þar munu Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir syngja og flytja tónlist upp úr kl. 19. Léttar veitingar verða í boði og tækifæri gefst til að spjalla við myndlistarmennina sem verða við sýninguna. Garðbæingar jafnt sem aðrir eru hvattir til að koma og gleðjast með Grósku en gæta þó að sótt- vörnum.“ Haustsýningin verður síðan opin áfram helgarnar 20.-21. og 27.-28. nóvember frá klukkan 13:30-17:30. Haustsýning Grósku í Garðabæ 2021 hefst um helgina Fjölbreytni í frjálsu þema hjá rúmlega tuttugu listamönnum Ljósmynd/Sjöfn Ólafsdóttir Gróska Listamennirnir í Grósku eru margir og ólíkir, sem og verkin þeirra. Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga 12-15 laugardaga. SINGLES DAY TILBOÐ Í NETVERSLUN! - 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM* - *gildir ekki af skartgripum og öðrumwww.spennandi-fashion.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.