Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Innigolf styttir veturinn hjá kylf- ingum, sem nú hafa aðgang að sínu sporti allan ársins hring, fólk verð- ur betra í golfi og hefur meira að gera í skammdeginu,“ segir Gunn- laugur Hafsteinn Elsuson, golf- kennari og einn eigenda Golfhallar- innar á Fiskislóð á Grandagarði. Þar var nýlega opnuð aðstaða með 14 golfhermum, bar og setustofu. Mikil og hröð uppbygging hefur verið í möguleikum til golfiðkunar innanhúss síðustu ár og veitinga- þjónusta er víða tengd golfherm- unum. Eftir lauslega könnun má áætla að golfhermar til útleigu séu nú orðnir um 80 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu, en þá er einn- ig að finna víða um land. Fyrir þremur árum voru hermarnir innan við 30. Ekki er fjarri lagi að golfbás með uppsettum golfhermi og búnaði kosti með öllu 5-6 milljónir. Miðað við þessar tölur hefur verið fjárfest fyrir yfir 250 milljónir í slíkum bún- aði frá 2019. Kostnaður við t.d. hús- næði er ekki tekið með í reikning- inn. Kylfingar geta valið sér velli í hermunum og er þar að finna marga af frægustu völlum heims. Slegið er í tjald og þróuð grafík og tækni reiknar út hvernig höggið var framkvæmt og hversu langt var slegið. Á tímum heimsfaraldurs komast kylfingar nálægt því að upplifa spennandi golfvelli erlendis á þennan hátt. Verðið er nokkuð mismunandi eftir því á hvaða viku- degi er leikið, á hvaða tíma dags og hvort viðkomandi er félagi. Golfherma er víða að finna Það eru ýmist golfklúbbar eða einkafyrirtæki sem hafa sett upp golfherma og eru með í útleigu. Flestir eru hermarnir af Track- mann-gerð og rekur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 22 slíka herma. Þeir eru einkum ætlaðir fyr- ir félaga og ekki síst ungmenni sem æfa í hermunum undir leiðsögn kennara, en eru þó opnir almenn- ingi. Golfsvítan er með sex golfherma í Ögurhvarfi í Kópavogi og í Bæjar- hrauni í Hafnarfirði. Golffélagið er með fjóra herma í húsnæði sínu við Eyjarslóð. Golfklúbburinn í Mos- fellsbæ er með þrjá herma og Nes- klúbburinn er núna með einn hermi, en tekur fimm til viðbótar í notkun um áramót í nýrri æfingaaðstöðu við Austurströnd. Í Golfstöðinni í Glæsibæ eru tveir Trackman- golfhermar og einnig í stöðinni Tveir undir í Katrínartúni. Track- man-skermar eru einnig á Selfossi, Ólafsfirði, Ísafirði, Akureyri, Kefla- vík, Grindavík, Akranesi og Vestmannaeyjum. Golfklúbburinn Keilir er með tvo golfherma af gerðinni Foresight og Golfklúbburinn er með sex herma af gerðinni Full Swing í aðstöðu sinni við Fossaleyni í Grafarvogi. Vilja byggja upp samfélag fyrir kylfinga í Golfhöllinni Nýjasta aðstaðan var opnuð í Golfhöllinni við Fiskislóð í byrjun mánaðarins og segist Gunnlaugur Elsuson ekki hafa áhyggjur af að verið sé að skjóta yfir markið með mikilli fjölgun golfherma tvö síð- ustu ár. Hann segir að nú þegar sé mikið um fastar bókanir á kvöldin og um helgar. Fyrir klukkan 16 á daginn verði golfnámskeið og starf fyrir eldri borgara. Hann segir aðstöðuna í Golfhöll- inni sérhannaða til að byggja upp skemmtilegt samfélag fyrir kylf- inga. „Við munum leggja áherslu á að gera vel við meðlimi Golfhall- arinnar ásamt því að setja upp mót fyrir litla og stóra hópa. Opnunar- mót Golfhallarinnar verður næst- komandi sunnudag. Húsnæðið býð- ur upp á að geta haldið meistaramót golfklúbba, fyrirtækja- golfmót eða jafnvel landsmót innan- húss,“ segir Gunnlaugur. Auk Gunnlaugs standa þau Sig- ríður Björnsdóttir, Pétur Björns- son og Margrét Þorvaldsdóttir að rekstri Golfhallarinnar. Þau keyptu húsnæðið við Fiskislóð í apríl og síðan hefur verið unnið að standsetningu hússins. Beðið var með opnun þar til starfs-, rekstrar og vínveitingaleyfi lágu fyrir. Gunnlaugur nefnir að iðkendum í golfi hafi fjölgað hérlendis á síð- ustu árum og golfhermarnir komi því til móts við þörf iðkenda. „Fjölbreytt námskeið Golfhall- arinnar munu hjálpa kylfingum á öllum getustigum að bæta leik sinn,“ segir hann. Hermar og innigolf stytta veturinn - Fjárfest í golfhermum fyrir um 250 milljónir síðustu þrjú ár - Leikið á frægustu völlum heims í um 80 golfhermum - Æft undir leiðsögn kennara - Kylfingar hafa aðgang að sínu sporti allt árið Morgunblaðið/Eggert Í Golfhöllinni Gunnlaugur Elsuson dregur ekki af sér í golfherminum þegar hann slær á Bahia Beach Resort & Golf Club-golfvellinum í Puerto Rico. Viggó Viggósson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbsins í Fossaleyni, segist ekki í vafa um að kennsla og æfingar í golfhermum muni skila sér í betri kylfingum. Mælingar af ýmsum toga geri kylfingum kleift að bæta leik sinn og mikilvægt sé að sjá til dæmis feril kylfunnar og boltaflug og leiðrétta það sem þarf að lagfæra undir leiðsögn. Í vetur verða þrír kennarar hjá Golfklúbbnum; Snorri Ólafsson golfkennari og atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús. Viggó segir að vetrarstarfið sé rétt að hefjast, en tímabilið utanhúss hafi staðið um tveimur vikum lengur en venjulega og í haust hafi verið óhemjuþátt- taka í golfferðum til útlanda. Hann segir að eftir eigi að koma í ljós hvort gífurleg fjölgun golf- herma muni hafa áhrif á aðsóknina í vetur, en síðustu ár hafi gengið vel. Starfsemin sé hins vegar mjög árstíðabundin og fólk hafi lítinn áhuga á að æfa innandyra þegar grænir golfvellir séu handan við hornið. Staðreyndin sé hins vegar sú að hermarnir henti til kennslu allt árið. Golfklúbburinn er með sex Full Swing-golfherma og PuttView- pútthermi í aðstöðu sinni við Fossaleyni. Nánast allir aðrir, sem eru með golfherma til útleigu, eru með herma frá danska fyrirtækinu Trackman. Viggó segist hafa valið hermana eftir nákvæma skoðun og hafi ýmsir þættir ráðið valinu, m.a. að hann telji umskipti úr raun- heimi yfir í sýndarveruleika vera eðlilegust í þeim, á réttum stað í tjaldinu og viðstöðulaus. Golfklúbburinn hóf rekstur golf- herma 2017, en frá 2010 hafði Viggó haft hug á að setja upp slíka starfsemi. Hann segist meðal ann- ars hafa rætt við Golfsambandið og samtök golfkennara um að koma upp fullkominni inniaðstöðu og fara í slíka uppbyggingu af miklum krafti. Það fékk ekki hljómgrunn, en tæknin fyrir áratug var ekki líkt því eins fullkomin og núna er. Svo fór að Viggó setti upp eigin aðstöðu ásamt nokkrum fé- lögum sínum 2017. Skilar sér í betri kylfingum HÆGT AÐ ÆFA ALLT ÁRIÐ VIÐ BESTU AÐSTÆÐUR Í GOLFHERMUM Golf Sex hermar eru í Golfklúbbnum og þar verða þrír kennarar í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.